Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 178
170
BÚNABARRIT
Ráðningastofa landbúnaðarins 1953.
Fyrsta framboð til landbúnaðarstarfa barst 1. marz
og fyrsta eftirspurn 1. apríl þ. á„ en reglubundin starf-
semi ráðningastofunnar liófst um miðjan apríl og
lauk 15. ágúst, en síðasta ráðning var gerð 11. ágúst.
Skrifstofan var nú í Þingholtsstræti 21, starfshættir,
sem undanfarin ár og starfsmenn Metúsalem Stefáns-
son og Magnús Guðmundsson, frá Skörðum.
Síðastliðið ár, þegar ráðningastarfið bófst, bafði
Magnús tekið að sér annað starf, en kom nú aftur, var
við ráðningar til júlíloka og rækti störf sín með sömu
lipurð og árvekni sem áður.
1 byrjun — og síðar, þegar ástæða þótti til, minnti
ráðningastofan á starfsemi sína með auglýsingum og
fréttum í útvarpi og í blöðum.
Það brann við nú sem áður, að sumir viðskipta-
vinir skrifstofunnar vanræktu að láta benni í té upp-
lýsingar um ráðningar eða um aðra þá ráðbreytni sína,
sem hana varðaði nokkru að vita um, svo að víst má
telja, að ekki hafi koinið „öll kurl til grafar“ varðandi
ráðningar, sem þó hafa gerzt fyrir starfsemi skrifstof-
unnar beint eða óbeint. Af þessum sökum má telja víst,
að „umsetning" skrifstofunnar í ráðningum hafi verið
nokkru meiri en töflurnar hér á eftir gefa til kynna.
Þótt það skipti í raun og veru ekki miklu máli í
sjálfu sér, hvort unnt er að fá rétlar tölur um ráðning-
arnar, þá veldur það þó miklum erfiðleikum fyrir alla
hlutaðeigendur, það torveldar alla starfsemi og rýrir
árangurinn, bæði fyrir bændur og verkafólk.
Þegnskapur í þessu sem öðru á sér fyrirheit — að
öllu sjálfráðu.
Ráðningastofan hefur ekki tök á — né heldur er það
ætlunarverk hennar — að sinna öðru verkafólki en því,
sem vill ráðast í sveitirnar, og fyrir því er ástæðulaust
að flokka þetla fólk nokkuð, þótt ráðningastofan viti.