Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 189
BÚNAÐARRIT
181
ingu tilraunarinnar verður höfð hliðsjón af þeirri
reynslu, sem fengizt hefur á Norðurlöndum í haga-
heit, og nýjungum á því sviði. Niðurstöður tilraun-
anna verða síðar birtar. Búnaðarsamband Suðurlands
framkvæmir tilraunirnar, sem gerðar hafa verið undir
stjórn Hjalta Gestssonar, ráðunautar, en skipulagðar
1 samráði við Tilraunaráð búfjárræktar.
Eftirlitsstarfið. Aukaeftirlit á vegum nautgripa-
ræktarsambandanna á Suðurlandi árið 1953 var með
svipuðu formi og árið áður.
í byrjun ársins var á vegum Nautgriparæktarfélags
Öngulstaðahrepps í Eyjafjarðarsýslu hafið aukaeftir-
lit með 10 afurðamestu kúnum í félaginu. Réð félagið
2 menn til þess að koma á tveggja mánaða fresti heim
á búin, kvölds og morguns, vega nytina úr kúnum,
meðan á mjöltun stendur, og taka jafnframt sýnishorn
til fitumælinga. Kostnaðurinn, sem af aukaeftirlitinu
leiðir, skiptist jafnt á þrjá aðila: viðkomandi bónda,
Nf. Öngulstaðahrepps og S.N.E. Tilgangurinn með
eftirlitinu í hreppnum er fyrst og fremst sá að fá
öruggari heimildir um afköst kynbótagripa, styrkja
áróðursgildi afurðaskýrslnanna og skapa heilbrigðan
og æskilegan metnað milli bænda á þessu sviði. For-
maður félagsins er Jónas Halldórsson, bóndi á Rif-
kelsstöðum, en ráðunaulur S. N. E. er Bjarni Arason.
Því ber að fagna, að Eyfirðingar hafa nú hafið auka-
eftirlit á þeim forsendum, sem fyrr greinir. Skýrslur
nautgriparæktarfélaganna eru stundum tortryggðar.
Enda þótt sú tortryggni sé í langflestum tilfellum á-
stæðulaus, er eigi að síður mikilvægt að geta sann-
að gildi afurðaskýrslnanna í sem flestum tilfellum og
aukið nákvæmni í fóðrun og hirðingu, sem eftirlitinu
er samfara. Ættu sem flest nautgriparæktarfélög að
stefna að auknu eftirliti.
Ný félög. Nautgriparæktarfélag Mýrahrepps, Aust-
ur-Skaftafellssýslu, hóf að nýju starf sitt i ársbyrjun