Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 190
182
B Ú N A Ð A R R I T
1953. Þá var fyrri hluta sama árs staðí'est lög Naut-
griparæktarfél. Bólstaðarhlíðarhrepps, Auslur-Húna-
vatnssýslu og nautgriparæktarsamþykkt fyrir Búnaðar-
félag Viðvíkurhrepps, Skagafirði. í lok ársins voru
staðfest lög fyrir Nautgriparæktarfélag Torfalækjar-
hrepps, Austur-Húnavatnssýslu.
Nautgriparæktarfélag mun hafa verið stofnað á ár-
inu í Miklaholtshreppi, Snæfellsnessýslu, en lög þess
hafa enn ekki verið send Búnaðarfélagi íslands til
staðfestingar. Félögin í Saurbæjarhreppi í Dala-
sýslu og Óspakseyrarhreppi i Strandasýslu hættu
störfum í árslok 1951, svo sem annars staðar er getið.
Þau svæði á landinu, sem skemmst eru komin í naut-
griparækl, eru Austurlandssvæðið, Norður-Þingeyjar-
sýsla, Húnavatnssýslur og Dalasýsla. Viða annars
staðar þarf að styrkja félagsskapinn og auka þátttöku
i félögunum verulega, t. d. í Skagafirði.
Elztn félugin 50 ára. Árið 1902 réðst Guðjón Guð-
mundsson til Búnaðarfélags Islands sem ráðunautur
í búfjárrækt. Hann byggði upp það kerfi fyrir naut-
griparæktarfélagsskapinn, sem notað er enn þann dag
í dag, og hvatti menn til stofnunar nautgriparæktar-
í'élaga. Fyrstu nautgriparæktarfélögin voru stofnuð
árið 1903, alls 7 talsins. Tvö þessnra félaga hafa starf-
að óslitið síðan, Nautgriparæktarfélag Hreppamanna
(síðar Nf. Hrunamannahrepps), sem hóf starfsemi
sina 1. nóv. 1903 og Nautgriparæktarfélag Dgrhóla-
hrcpps, en reglugerð fyrir það félag var staðfest á
aðalfundi þess hinn 4. okt. sama ár.
Því miður er ekki tækifæri til þess hér að hirta neitt
yfirlit yfir starfsemi þessara ielaga eða rekja liina
athyglisverðu sögu þeirra. Ræktunarstarf Nf. Hruna-
mannahrepps síðasta aldarfjórðunginn er ýmsum
kunn, sérstaklega fyrir ræktun þess stofns, Klufta-
stofnsins, sem nú er orðinn mjög útbreiddur víða um
Iand og hefur yfirleitt reynzl afburðavel, sérstaklega