Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 202
194
BÚNAÐARRIT
Eins og árið áður hef ég athugað, hvaða kýr hafa
injólkað yfir 20000 fe að meðaltali síðustu 3 árin
(.1950—1952), og eru þær alls sex að tölu:
Mjólk, Feiti, Fe
kg %
1. Gyðja G, Stóradal, V.-Eyjafjallahreppi 5280 4.54 23960
2. Gyðja 29, Grýtu, Öngulstaðahreppi .. 5846 3.86 22541
3. Gráskinna 60, Ræktunarfélagi Norðurl. 4326 5.18 22420
4. Skjalda 64, Hjálmholti, Hraungerðishr. 4984 4.36 21718
5. Rauðskinna 11, Iíanast., A.-Landeyjahr. 5028 4.21 21168
C. Randalin 16, Kanast., A.-Landeyjahr. 4868 4.16 20248
Fimm efslu kýrnar höfðu einnig mjólkað 20000 fe
að jafnaði árin 1949—1951 (Búnaðarrit 1953, bls. 215),
en nú bætist í hópinn Randalín 16, Kanastöðum, dóttir
Rauðskinnu 11, sem einnig er á listanum. Alls mjólk-
uðu 18 kýr yfir 20000 fe árið 1952. Listi yfir þær og
kýr, sem náðu sömu afköstum árin 1951 og 1950
birtist í 6. tölublaði Freys 1954. Mestu afurðir, livort
sem reiknað er í mjólkurmagni eða fe, gaf árið 1952
Gyðja 29, Grýtu, öngulstaðahreppi, 6083 kg mjólk
með 3,80% meðalfeiti eða 23115 fe.
Þá hef ég enn fremur athugað, hvaða kúabú innan
nautgriparæktarfélaganna, sem hel'ði minnst 10,0 árs-
kýr, hefði hæsta meðalnyt á reiknaða árskú. Að þessu
sinni reyndist hlutskarpast kúabú Eiriks Jónssonar,
Berghyl, Hrunamannahreppi. Þar voru árið 1952 10,7
reiknaðar árskýr, sem mjólkuðu að ineðaltali 3981 kg.
Þess skal getið, að Berghylskýrnar gefa jafnframt
ágætlega feita mjólk. Þær munu flestar vera af Klufta-
stofni.
Fóðurstyrkur var veittur á 165 naut fyrir veturinn
1952—1953, þar af I. verðl. fóðurstyrkur á 10 naut.
Ritað í janúar 1954.
Ólafur E. Stefánsson.