Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 204
1%
B Ú N A Ð A R R I T
Þó féll niður fundur í Fellahreppi vegna þátttöku-
leysis, en þar hafði alinennur hreppsfundur óskað eftir
komu ráðunautarins á fund í sambandi við sýning-
arnar.
Hjalti Gestsson, ráðunautur Bsb. Suðurlands, að-
stoðaði mig á sýningunni í Leiðvallarhreppi, og dr.
Lijle Stewart, dýrasjúkdómafræðingur, ferðaðist með
mér á sýningarnar á Norðurlandi og svaraði þar fyrir-
spurnum um sjúkdóma á nautgripum og sauðfé. Báð-
um þessum mönnum kann ég þakkir fyrir samvinn-
una, svo og öðrum, sem aðstoðuðu mig á ferðalög-
unum.
Dómstigi Hjalta Gestssonar var nú notaður þriðja
árið í röð (sbr. Búnaðarritið 1953, bls. 175). Að þessu
sinni birtist yfirlit yt'ir meðaltöl þeirra einkunna, sem
kýr í hverjum hreppi hlutu fyrir hin einstöku dóms-
atriði, tafla I. Samkvæmt henni reyndist meðaleinkunn
l'yrir allar sýndar kýr vera 74,4 stig, er skiplist þannig
eftir flokkun kúnna í verðlaun: I. verðl. 86,5 stig,
II. verðl. 82,0 stig, III. verðl. 76,8 stig og engin verðl.
74,0 stig. Eins og einlcunnirnar bera með sér, eru þær
tiltölulega háar fyrir hvern flokk. Orsök þess er sú,
að margar kýr lækkuðu í verðlaunum vegna ónógs
skýrsluhalds um afurðir þeirra, enda þótt þær væru
vel byggðar, en jjað liækkar aftur á móti meðaleink-
unn hvers flokks, þar sem reynslan sýnir, að yfirleitt
fer saman góð bygging og miklar afurðir.
Hæstu einltunn fyrir byggingu hlaut Reyðir, Bjarna
Pálssonar, Tjörn, Mýrahreppi, 90,5 stig, og er það
hæsta einkunn, sem enn hefur verið veitt samkv.
þessum dómstiga, en nálægt 5700 kýr hafa nú verið
dæmdar eftir honum. Reyðir er fædd 4. apríl 1939.
F. Brandur, kynbótanaut úr Gnúpverjahreppi. M.
Dumba 2, Tjörn. Lægsta einkunn fékk Reyðir fyrir
fótstöðu, 7, cn 10 fyrir boldýpt, malir, júgurstærð og
mjólkuræðar og brunna. Reyðir er einstaklcga fögur