Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 205
BÚNAÐARRIT
197
kýr. Hún hlaut II. verðl. Upplýsingar um mjólkurfitu
voru ónógar.
Tafla I sýnir enn fremur flokkun kúnna eftir lit og
einkennum. Borið saman við athugun Páls Zóphónías-
sonar árið 1948 (Búnaðarrit 1948, hls. 114) á lit og
einkennum kúnna í nautgriparæktarfélögunum á öllu
landinu, þar sem farið er eftir lýsingu bænda og
eftirlitsmanna á kúnum, er mjög gott samræmi milli
þessara tveggja athugana. Hundraðshluti bröndóttra
kúa er nokkru lægri í minni athugun, en aðeins hærri,
hvað snertir gráar og hvítar kýr, en þess ber að minn-
ast, að athugun mín er gerð í landshlutum, þar sem
nær engar skýrslur eru haldnar yfir kýr. Fyrri athug-
unin náði því ekki til kúa á þessum svæðum, svo að
nokkru næmi. Þær kýr, sem taldar eru hvítar í töfl-
unni, voru þó ýmist með svört eða rauð eyru og granir.
Tala hyrndra og hníflóttra kúa, sem skoðaðar voru
á sýningunum, er mjög há, sjá töflu I. Bændur í lands-
hlutum þessum ættu að velja kollótt naut til undan-
eldis og útrýma þannig hornunum á tiltölulega skömm-
um tíma.
Á nokkrum sýningum vannst tími til að mæla brjóst-
ummál sumra kúnna, sjá töflu I. Alls voru þannig
mældar 103 kýr, sem liöfðu 166,1 cm brjóstummál að
meðaltali.
Þátttakan i þeim sýningum, sem haldnar voru, var
yfirleitt góð, enda leitast við að verða við óskum
manna að skoða kýr á sem flestum stöðum eftir því,
sem við var komið. Tafla II sýnir þátttöku og úrslit
dóma á sýningunum í liinum einstöku hreppum.
Eins og taflan ber með sér, voru alls sýndar 587
kýr og 9 naut. Flestir þessara gripa hlutu engin verð-
laun af þeim einföldu ástæðum, að nautgriparæktar-
íélög eru ekki starfandi nema í tveim hreppum á
svæðinu, en verðlaunaveitingar eru hundnar við þau.
Fitumælingar í hinum tveimur félögum hafa verið