Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 206
198
BÚNAÐARRIT
mjög strjálar, og var þannig aðeins einni kú veitt I.
verðlaun, en miklar líkur eru til þess, að nokkrar aðr-
ar kýr hefðu komizt í þann flokk, ef afurðaskýrslur
hefðu verið fullkomnari.
Ekkert naut hlaut I. verðlaun og aðeins eitt II.
verðlaun. Þó voru sum nautin álitleg eftir útliti og eitt
hefði að líkindum staðið nærri I. verðlaunum, ef félags-
skapur hefði staðið að því. Verður þess getið síðar i
skýrslu þessari.
Hér fer á eftir venjuleg lýsing á I. verðl. kúnni og
II. verðl. nautinu:
I. verðl. kýr.
Nautgriparæktarfélag Breiðdæla:
1. 4. gr. Huppa 5, Höskuldsstöðum, f. ’41; hn. F. Grani. M.
Grima, Kleif. Stig 86,5. Nyt: ’52 3766 kg, fita 4,07%, fe.
15328; ’51 3994 kg; ’50 og ’49. Ekki skýrsla.
II. verðl. naut.
Nautgriparæktarfélag Mýrahrepps, A.-Skaftafellssýslu:
A 1. Grettir, f. 5. febr. 1944, Kristjáni, Einliolti, Mýrahreppi.
Eig.: Nf. Mýrahrepps. F. Brandur úr Gnúpverjahiæppi, lik-
legast frá Hlíð eða Hæli. M. Branda 2. Mf. Brandur úr
Gnúpverjahr. Mm. Brynja 1. Lýsing: hr. skjöld.; smáhyrnd-
ur (niðurhyrndur); hryggur fr. siginn; útlögur sæmilegar;
dýpt fr. góð; malir mjög breiðar, heinar fr. flatar; fótstaða
sæmiieg; spenar smáir, vel settir; júgurstæði sæmilegt; hár
á herðakamb; langur.
Nú verður lílillega minnzt á sýningarnar i hverjum
hreppi. Við lestur þess kafla ber að hafa hliðsjón af
töflu I, scm sýnir útlitsdóma og einkenni sýndra
kúa, og töflu II, sem sýnir þátttöku í sýningunum
og flokkun gripanna eftir verðlaunum.
A usturlandssvæði.
í Leiðvallarhreppi voru skoðaðar 35 kýr, sent hlutu
75,2 stig i meðaleinkunn. Kýrnar voru yfirleitt mjög
þokkalegar útlits, en án ræktunarsvips. Þær eru