Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 207
BÚNAÐARRIT
199
útlöguraiklar og djúpar, og yfirleitt er gott að mjólka
jjser. Brjóstummál var tekið af öllum kúnum, og var
j)að 165,7 cm að ineðaltali. Nautgriparæktarfélag
hefur aldrei starfað í Meðallandi.
í Borgnrhnfnarhreppi voru skoðaðar 47 kýr, sem
hlutu 72,7 stig í meðaleinkunn. Kýr í Suðursveit eru
smávaxnar og tiljnifalitlar. Þær bera með sér, að nokk-
ur skyldleikarækt hefur átt sér stað, en stofninn ekki
jiolað hana nógu vel. Kýrnar ná litlum jiroska, og er
vafalítið tvennu um að kenna, uppeldi er að einliverju
leyti ábótavant og úrlcynjun komin í stofninn. Menn
virtust sammála um, að kýr ættaðar úr næstu sveit,
Mýrahreppi, tækju fram öðrum kúm í hreppnum. Samt
sem áður virðist harlalítið hafa verið gert til að út-
hreiða þann stofn í sýslunni. Ég hef aldrei séð eins
mikinn mun á kúm í samliggjandi hreppum eins og
á kúnum í Suðursveit og i Mýrahreppi. Meðaleinkunn
kúnna í Suðursveit var 4,9 stigum lægri en á Mýrum
og brjóstummál 9,2 cm minna. Nautgriparæktarfélag var
starfandi í Borgarhafnarhreppi árin 1931—’39 og aft-
ur árin 1949 og 1950, en áhuginn var ekki nógur til
að halda starfinu áfram.
í Mýrnhreppi voru sýndar 23 kýr, sem hlutu 77,6
stig í mcðaleinkunn. Kýrnar eru yfirleitt stórar, vel
vaxnar og ræktarlegar. Þær eru rýmismiklar með sér-
staklega vel lagaðar malir, stór júgur og vel þroskaðar
mjólkuræðar og brunna. Meðaltal brjóstummála var
169,3 cm á 18 kúin, sem mældar voru. Fyrstu verðlaun
voru engin veitt i hreppnum, þar sem mjólk liafði
ekki verið fitumæld síðuslu árin. Nautgriparæktarfélag
starfaði í hreppnum árin 1931—’43 og árið 1945. Árið
1937 var fengið þangað kynbótanaut úr Gnúpverja-
hreppi, Brandur, sem notaður var í hreppnum í raörg
ár. Brandur stórbætti kúastofninn bæði með tilliti til
afurða og byggingar. Skyldleikaræktaður sonur hans,
Grettir, hefur verið notaður í hreppnum, siðan Brand-