Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 210
202
BÚNAÐARRIT
hlaut I. verðlaun á sýningunni, svo sem áður er getið,
og var hún undan þessu nauti. Félagsstarfið hefur
verið fremur lítið hin síðari ár í Breiðdal, og á félagið
nú ekkert kynbótanaut.
Alls voru 83 kýr sýndar í Norðfjarðarhreppi, og
lilutu þær 74,4 stig að meðaltali fyrir byggingu. Af
þeim voru 40 hyrndar. Nokkrar kýr á sýningunni voru
mjög gerðarlegar, en nokkuð bar á illa byggðum kúm
innan um. í Norðfjarðarhreppi var starfandi naut-
griparæktarfélag árin 1930—’34 og 1940—’42. Mjólk-
urframleiðsla er aðalþáttur í búskap flestra bænda í
sveitinni, enda skilyrði til framleiðslu og sölu mjólk-
ur mjög góð. Fóðuröflun er orðin mikil i Norðfirði,
og virðist sérstök ástæða fyrir bændur þar að taka
ræktun nautgripanna fastari tökum nú en verið hefur.
í Eiðahreppi voru sýndar 55 kýr, sem hlutu 73,1
stig í meðaleinkunn. Af þeim voru 26 hyrndar. Kýrn-
ar voru allmisjafnar í útlili og tiltölulega margar veru-
lega gallaðar að byggingu. Júgurgallar eru nokkuð al-
gengir, og margar kýr voru með lítil júgur og vam
þroskaðar mjólkuræðar og brunna. Skýrslur eru til i
Bf. ísl. yfir afurðir nokkurra kúa í Eiðahreppi árin
1932 og 1934.
Sýningin í Egilsstaðahreppi var til fyrirmyndar,
hvað allar aðstæður við skoðun snerti, en svo sem
kunnugt er, skortir oft mjög á útbúnað á sýningar-
stöðunum. Alls voru skoðaðar 54 kýr, og reyndist
meðaleinkunn þeirra vera 74,0 stig, en 43 þeirra eða
80% voru hyrndar.
Einn boli var sýndur þar með afkvæmum sínum.
Var það Grundi, eign Sveins, bónda á Egilsstöðum.
Grundi er fæddur 28. apríl 1947 hjá Ragnari, bónda
á Grund í Eyjafirði. Faðir Grunda var Trausti I nr.
114, albróðir Víga-Skútu nr. 130, N4, en móðir Linda
35, Gísla, bónda á Hlöðum í Eyjafirði, I. verðl. kýr
(sjá lieztu lcijr bls. 79). Grundi var notaður lítið eitt