Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 211
BÚNAÐARRIT
203
til frjódælinga í Eyjafirði, áður en hann var seldur
austur, og gekk þar undir nafninu Trausti II. Alls
voru sýndar 17 kýr og bornar kvígur undan Grunda.
Flestar eru dætur hans svartar eða rauðar, margar
kollóttar, þótt mæður þeirra séu hyrndar. Yfirlina er
fremur ójöfn, malir nokkuð brattar, en fótstaða yfir-
leitt góð. Júgrið er stórt, nær vel fram og aftur að
ofan, en afturjúgur ná stutt niður. Spenar eru reglu-
legir, en fremur smáir á sumum þeirra. Dætur Grunda
eru ræktarlegar og reynast flestar vel og sumar mjög
vel, en ekki var hægt að bera þær saman við mæður
þeirra með afurðamagn. Má vera, að Grundi hefði
hlotið mikla viðurkenningu, ef nægar upplýsingar
hefðu verið fyrir hendi og nautgriparæktarfélag hefði
staðið að notkun hans, en engin verðlaun eða viður-
kenningu var hægt að veita á sýningunni. Þá var á
sýningunni kýr að nafni Freyja II ásamt 5 dætrum
sinum, allar eign Sveins, bónda á Egilsstöðum. Allar
reynast mæðgurnar vel. Freyja II hlaut 77,5 stig fyrir
byggingu, en dætur hennar 76,7 að jafnaði. Mæðg-
urnar eru allar hyrndar.
í Skriðdalshreppi komu 23 kýr á sýningu og fengu
74,7 stig að meðaltali við útlitsdóm. Nokkrar virkja-
miklar kýr voru á sýningunni, og yfirleitt voru kýrn-
ar boldjúpar með góða afturbyggingu. Allmargar
kýrnar voru fastmjólkar. í Skriðdal er ekki starf-
andi nautgriparæktarfélag.
Sýndar voru í Borgarf jarðarhreppi 35 kýr, er hlutu
að meðaltali 73,1 stig fyrir byggingu. Margar voru
kýrnar með lílið þroskaðar mjólkuræðar og brunna.
Nautgriparæktarfélag var starfandi í hreppnum árið
1932 og siðar árin 1935—-’40.
Alls voru 47 kýr sýndar í Hjaltastaðahreppi, og
hlutu þær 73.5 stig að meðaltali. Af þeim voru 16
undan Bárði frá Stóru-Völlum í Bárðardal, en hann
var notaður í áratug í hreppnum. Hlutu þær að jafn-