Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 213
BUNAÐARRIT
205
landið. Hlutur bænda á Auslurlandssvæðinu öllu, þ.
e. úr V.-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands, A.-
Skaftafellssýslu, Múlasýslum báðum og N.-Þingeyj-
arsýslu var þó harla litill eða 22 kýr. Nú er skylt að
viðurkenna, að sala mjólkurafurða er víða lítil á
þessu svæði og sums staðar er mjólkurframleiðslan
miðuð eingöngu við heimanotkun. Saml sem áður er
ræktun nautgripanna í þessum landshlutum aðlcall-
andi, þótt kjötframleiðsla sé þar helzta búskapar-
greinin.
Það er margreynt, að afurðamiklar kýr eru hag-
kvæmari framleiðslutæki en lélegar, og ber því að
stefna að ræktun afurðamikilla gripa og eiga held-
ur þeim mun færri slcepnur, en fóðra þær vel. Stritl-
urnar eiga að hverfa. Fóðrinu, sem þær eyða, væri
betur varið til bættrar l'óðrunar annarra kúa og sauð-
fjár eða lil aukningar á sauðfjárstofninum, þar sem
fóðruninni er ekki ábótavant, en kjötframleiðsla er
öðru fremur arðvænleg.
Hins vegar ber að taka tillit til aðstæðna i liverju
héraði, þegar stefnur í kynbótum eru ákveðnar. Ekki
er sizt þörf á því á Austurlandssvæðinu að rækta
rýmismiklar kýr, sem geta framleitt sem mesta mjólk
á hcimaöfluðu fóðri, en menn verða jafnframt að
gera sér grein fyrir því, að uppeldi ungviðisins og
fóðrun hinna fullorðnu gripa þari' að vera í sem beztu
lagi. Mér kemur í hug, að víða á Austurlandssvæðinu
væri útbreiðsla Mýrdalsstofnsins æskileg. Reyndar sá
ég i flestum sveitum, sem ég kom í á Austurlandi, eina
cða fleiri vel byggða þróttlega kú, og vafalaust eru þær
einnig til í þeim mörgu sveitum á svæðinu, sem ég kom
ekki i. Ekki er ólíklegt, að ýmsar aí' þessuin kúm gælu
orðið góðar naulsmæður. En hver veit um það, meðan
mjólkin úr þeim er hvorki vegin né fitumæld og elcki
cr lylgzt með því, að þær séu fóðraðar svo vel, að
þær gefi fyllstar afurðir? Og hve lengi á svo að ganga?