Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 216
208
BÚ NAÐARRIT
Malir eru sæmilegar, fótstaða í meðallagi, júgur
fremur lítil, júgurlag og spenar yfirleitt sæmilegt.
Mjöltun er tæplega nógu góð ó öllum og mjólkur-
æðar og brunnar tæplega nógu þroskaðir. Heild-
areinkunn fyrir byggingu reyndist vera 77,9 stig
að meðaltali.
Dætur Börs eru lágfættar, rýmismiklar, mjög
holdasamar, sumar með tilhneigingu til að safna
fituhnúð framarlega á hryggnum. Kýrnar eru
tæplega í meðallagi mjólkurlagnar, mjólkurfita
vel í meðallagi. Bör hlaul ekki viðurkenningu
sem I. verðl. naut og var drepinn seinna á árinu.
2. Gosi S 24 (sjá Búnaðarrit 1952, bls. 252) eign
Nf. Skeiðahrepps. Dætur Gosa eru flestar brönd-
óttar eða brandhuppóttar, aðeins 2 af 18, sem
sýndar voru, rauðar og rauðhuppóttar. Fjórtán
voru kollóttar, en 4 smáhníflóttar. Þær bera þess
vitni, að naulið hafi mjög mikla kynfestu, bæði
fyrir lit, eiginleikum fyrir hyrndu eða kollóttu,
hyggingu, nythæð og hárri fitu. Þær hafa mynd-
arlegan liaus, ágæta húð, ójafna yfirlínu, góðar
útlögur, mjög mikla dýpt, góðar malir, eru nokk-
uð nánar um hækla, hal'a stórt, vel lagað júgur
og allgóða spena. Sumar dætur Gosa eru frem-
ur fastmjólkar. Þær eru yfirleilt fremur langar.
Byggingareinkunn þeirra var að meðaltali 78,7
stig, brjóstummál 1 (56 cm.
Þessar systur eru mjög álitlegar mjólkurkýr.
Af þeim 18, sem sýndar voru, virtust 11 taka
mæðrum sínum greinilega l'ram, en 7 þeirra virt-
ust svipaðar eða samanburður vafasamur. Dætr-
um Gosa virðist vera mjög eðlilegt að mjólka
mikið með hárri fitu. Þær eru hraustar og góðar
í umgengni.
Gosi S 24 hlaut fyrir afkvæmi sín viðurkenn-
ingu sem /. verðlauna naut.