Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 217
B Ú N A Ð A R R I T
209
3. Rauðkollur S 25 (sjá Búnaðari’it 1952, bls. 252),
eign Nf. Biskupstungnahrepps. Sýndar voru 13
dætur Rauðkolls. Af þeim voru 5 kolóttar eða
kolskjöldóttar, 5 rauðar og rauðskjöldóttar og 3
bröndóttar eða brandskjöldóttar. Níu þeirra voru
kollóttar, 1 smáhníflótt og 3 hyrndar. Dætur
Rauðkolls hafa fríðan haus, allgóða húð, ójafna
yfirlínu, ágætar útlögur og góða dýpt. Malir eru
afturdregnar og hallandi, fótstaða náin. Júgur-
stærð er allgóð, júgrið breitt, en stutt, og ekki
nógu vel upp borið. Mjöltun góð og mjólkuræðar
og brunnar mjög áberandi. Meðaleinkunn fyrir
byggingu reyndist vera 77,0 stig, brjóstummál 101
cm. Rauðkollur virðist búa yfir lílilli kynfestu til
stærðar.
Ekki varð séð, hvort dætur Rauðkolls tækju
mæðrum sínum fram með nythæð cða fitu, enda
voru mæður nokkurra kúnna alls ekki á skýrslu.
Á hinn bóginn virtust kýrnar yfirleitt vera mjólk-
urlagnar, en nokkur brögð voru að því, að kýrn-
ar hefðu verið óhraustar um burð og þvi ekki
notið sin til fulls. Rauðkollur hlaut því ekki við-
urkenningu nú sem I. verðlauna naut.
4. Fróði S 28 (sjá Búnaðarrit 1952, bls. 253), eign
Nf. Hraungerðishrepps. Dætur Fróða eru margar
rauðar og rauðskjöldóttar, nokkuð margar hyrnd-
ar og fáar alveg kollóttar. Þær hafa sæmilegan
haus. Húðin er góð, yfirlínan fremur ójöfn, út-
lögur ágætar, bolurinn djúpur. Malir eru grófar,
nokkuð afturdregnar, fótstaða fremur náin um
hælda, júgrin stór, sæmilega löguð. Spenaslaða
og spenar eru ekki nógu góðir, mjöltun góð. Þær
eru fremur stuttar, en rýmismiklar kýr, vel í
meðallagi stórar. Fróða dæturnar hafa meira
rými en mæður þeirra, en að öðru leyti virðist
hann ekki hafa haft veruleg áhrif á byggingu
14