Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 218
210
BÚNAÐARRIT
kúastofnsins. Meðaleinkunn fyrir byggingu
reyndist vera 78,1 stig, brjóstumraál 164 cm.
Dætur Fróða virðast ekki gefa mæðrum sín-
um eftir með fitu eða mjólkurlagni, og þótt þær
séu ungar og lítt reyndar margar, má gera ráð
fyrir, að þær muni í fleiri tilfellum taka mæðr-
um sínuin fram. Þó eru mæður þeirra valdar
mjólkurkýr, þar á meðal 4 I. verðlauna kýr, en
alls voru 15 dælur Fróða skoðaðar.
Fróði S 28 hlaut viðurkenningu sem I. verð-
launa naut fyrir afkvæmi sín.
5. Skjálgur S 29 (sjá Búnaðarrit 1952, bls. 253),
eign Nf. Hrunamannahrepps. Á sýningu komu
14 dætur Skjálgs. Af þeim voru 7 húfóttar, en aðal-
litur var ýmist rauður, hröndóttur eða kolóttur.
Níu þeirra voru kollóttar, 3 hníl'Ióttar og 2 hyrnd-
ar. Þær hafa sæmilegan haus, góða húð, sumar
nokkuð ójafna yfirlínu, ágætar útlögur og allgóða
dýpt. Malir og fótstaða er allgóð, júgrið sæmi-
lega stórt, heldur vel lagað, spenar góðir og mjölt-
un ágæt. Dætur Skjálgs eru fremur langar. Þær
eru sagðar góðar í fóðri og umgengni, Meðaleink-
unn fyrir byg'gingu var 78,2 stig, brjóstummál
164 cm.
Dætur Skjálgs eru margar álitlegar mjólkur-
kýr með góða fitu. Samanborið við mæður virt-
ust 6 af þessum 14 kúm taka mæðrum sínum
fram, 4 virtust ekki eins getumiklar og mæður
þeirra, en um 6 var erfitt að fella úrskurð. Hér
virlist því þuri'a l'rekari reynslu til þess að kveða
upp ákveðinn dóm um það, hvort dætur Skjálgs
væru mæðrum sínum yfirleitt fremri, og hlaut
Skjálgur því ekki viðurkenningu að sinni sem
I. verðlauna naut.
Ein dóttir Skjálgs liafði mjög alvarlegan spena-
galla, sem var sá, að dvergspenar voru aftan á