Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 219
BÚNAÐARRIT
211
báðum framspenum, og tvær aðrar höfðu milli-
spena öðrum megin, sem ekki kom þó að sök. Ein
kýrin var lek og var auk þess fædd með mjög
stuttan hala.
6. Máni S 32 (sjá Búnaðarrit 1952, bls. 253), eign
Nf. Skeiðahrepps. Af 13 dætrum Mána, sem voru
sýndar, voru 11 kolóttar eða kolskjöldóttar, þar
af ein mikið hvít, en tvær voru hröndóttar eða
brandskjöldóttar. Ellefu þeirra voru kollóttar, en
2 smáhníflóttar. Þær hafa fremur góðan haus,
góða húð, fremur ójafna yfirlínu, gott rými.
Malir eru nokkuð grófar, fótstaða sæmileg, júgr-
ið stórt, vel lagað og vel upp borið, spenar góðir
og mjöltun góð.
Dætur Mána eru fremur háfættar, en annars
með gott samræmi í byggingu. Heildareinkunn
fyrir byggingu var að meðaltali 77,0 stig, brjóstum-
mál 1(52 cm. Þær eru mjög álitlegar mjólkurkýr
með góða fitu, en þar eð þær eru margar mjög
ungar og mjólkurskýrslur ekki haldnar yfir allar,
var ekki hægt að gera fullnægjandi samanburð á
dætrum og mæðrum, og var Máni því ekki viður-
kenndur sem I. verðl. naut að sinni.
7. Viðkunnur S 34 (sjá Búnaðarrit 1952, bls. 253),
eign Nf. Hraungerðishrepps. Af 17 kvígum undan
Víðkunni, sem voru sýndar, voru 14 kolóttar
eða kolskjöldóttar og 3 bröndóttar eða brand-
skjöldóttar. Fimmtán voru kollóttar, 1 smáhnifl-
ótt og 1 hyrnd. Þær hafa félegan haus, cn tæplega
nógu breitt enni. Húðin er góð, yfirlína fremur
ójöfn, útlögur góðar og dýpt ágæt. Malir eru
hallandi, dálítið afturdregnar, fótstaða fremur
náin. Júgrin eru fremur stór, nokkuð stutt, spen-
ar sæmilegir og mjöltun mjög góð. Meðaleinkunn
fyrir byggingu var 70,7 stig og brjóstummál 165
cm.