Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 220
212
BÚNAÐARRIT
Dætur Víðkunns voru svo ungar, að ekki var
hægt að fullyrða, hvort þær tækju mæðrum sín-
um fram, en verið var að afkvæmaprófa 10 dæt-
ur hans í Laugardæium, og ætti sú rannsókn
að skera úr um það. Hins vegar er augljóst, að
Víðkunnur hýr yfir mikilli kynfestu með tilliti
til byggingar.
8. Bjartur S 37 (sjá Búnaðarrit 1952, hls. 254), eign
Nf. Gnúpverjahrepps. Aðeins 8 kýr voru sýndar
undan Bjarti. Sjö þeirra voru rauðhúfóttar og 1
rauðskjöldótt, 7 kollóttar og 1 hyrnd. Þær hafa
þróttmikinn haus, ágæta húð, dálítið ójafna yfir-
línu, ágætt rými, nokkuð brattar malir og góða
fótstöðu, stórt júgur, sæmilega vel lagað, en ekki
nógu góða spena. Mjöltun var ágæt. Kýrnar und-
an Bjarti eru fremur stuttar, lágfættar og hold-
samar. Meðaleinkunn fyrir byggingu var 78,3
stig, brjóstummál 162 cm. Á einni dóttur Bjarts
var samgangur milli afturspena og dvergspena,
og mjólkaði hún á 6 spenum.
Dætur Bjarts voru of fáar til þess, að hann
kæmi til álita með viðurkenningu sem I. verðl.
naut.
9. Tígull S 42 (sjá Búnaðarrit 1952, bls. 254), eign
Nf. Gnúpverjahrepps. Alls voru 12 dætur Tiguls
sýndar. Af þeim voru 10 rauðar og rauðskjöld-
óttar en 2 kolóttar eða kolskjöldóttar, 9 voru
kollóttar og 3 hníflóttar. Þær hafa fremur
langan liaus, sæmilega sterklegan, ágæta húð,
sæmilega yfirlínu og gotl rými. Malir eru
fremur grófar, fótstaða sæmileg, júgur fremur
stórt, mjög vel lagað, spenar allgóðir, mjöltun
nokkuð misjöfn. Ivýrnar eru stórar, nokkuð há-
fæltar, fremur langar. Meðaleinkunn fyrir bygg-
ingu var 77,5 stig, brjóstummál 167 cm.
Dætur Tíguls virðast ætla að verða mjög getu-