Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 224
216
BÚNAÐARRIT
hlaut önnur verðlaun og sá þriðji var ónotliæfur
vegna þess, hve hann var illa vaxinn og gisholda.
Dætur Svans eru ágætlega vænar, bæði ærnar og
lömbin. Ærnar voru flestar einlembdar og ein þeirra
geld. Veturgömlu gimhrarnar voru geldar, en af lömb-
unum voru 2 gimbrar og 1 hrútur tvílembingar. Svan-
ur hefur sýnt mikla kynfestu. Hann hefur verið not-
aður í Hriflu í 7 ár með ágætum árangri. Hann hefur
sett svipmót sitt á féð í heild, þótt það væri samtín-
ingur eins og hjá öðrum eftir fjárskiptin. Hrifluféð er
nú prýðilega vænt og þolslegt, og ærnar, dætur Svans,
virðast yfirleilt miklar mjólkurær, því að dillcar
þeirra eru ágætlega vænir. Hins vegar verður að telja
það galla á dætrum Svans, hve fáar þcirra hafa verið
tvílembdar. Einnig eru sum afkvæmi lians of háfætt
og grófbyggð, en með réttu vali er áreiðanlega hægt
að fá mjög vel gerðan, jafnvaxinn, vænan, þolinn,
holdmikinn og mjólkurlaginn fjárstofn út af Svani.
Mikil meðmæli eru með Svani, að nokkur lömb undan
honum og dætrum hans hafa reynzt með ágætum
væn og vel gerð.
Svanur hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Skútustaðahreppur.
Þar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, Logi
Péturs Gauta Péturssonar á Gautlöndum. Tafla 3 sýn-
ir þunga og mál Loga og afkvæma hans.
Tafla 3. Afkvæmi Loga á Gautlöndum.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Logi, 6 vctra 105.0 110.0 80 31 25.0 132
Synir: 2 hrútar, 3ja vetra 101.5 112.0 78 30 24.5 132
2 hrútar, 2ja vetra 98.5 108.0 77 29 23.5 130
5 Iirútar, veturg. . . 83.3 104.4 75 31 22.6 131
1 lamhhrútur, einl. 48.0 85.0 68 33 20.0 113
4 lambhrútar, tvíl. 50.2 84.5 69 33 19.0 126