Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 225
B Ú N A Ð A R R I T
217
1 2 3 4 5 6
Dætur: 4 ær, 2 og 3 v., einl. 64.5 99.5 73 32 20.0 130
9 ær, 2—5 v., tvíl. 64.5 97.7 72 29 19.9 126
4 ær, 1 v., geldar 64.0 97.0 72 30 20.5 129
1 gimbrarlainb, einl. 49.0 87.0 68 33 20.0 123
12 gimbrarl. tvil. .. 41.5 81.6 64 30 19.3 120
Logi er sonur Fífils á Stöng, sein keyptur var lamb
frá Hafrafellstungu í Öxarfiröi, og Furu, sem keypt
var lamb frá G,unniaugi Sigurðssyni, Bakka i Öxar-
firði. Fífill á Stöng var talinn ágætur hrútur, en kom
því miður ekki á sýningu, enda er nú viðurkennt, að
fé frá Hafrafellstungu hafi reynzt ágætlega í Suður-
Þingeyjarsýslu eftir fjárskiptin. Samt fylgir sumu fé
þaðan skaðlegur erfðagalli, þ. e. að lömbin fæðast
vansköpuð og geta ekki lifað. Logi hefur ekki enn ver-
ið reyndur nægilega í náskyldleikarækt til þess að
ganga úr skugga um, að hann gangi ekki með víkjandi
erfðaveilur. Samt eru það meðmæli með honum, að
Fífill, faðir hans, var notaður á Stöng árum saman,
bæði handa óskyldum ám og dætrum sínum, án þess
að nokkrar veilur kæmu í Ijós. Á sýningu í Mývatns-
sveit 1949 vakti Logi, j)á 2ja vetra, á sér athygli fyrir
l'ramúrskarandi vaxtarlag, holdafar og þolseinkenni,
þótt hann væri fremur smár og ekki mjög þungur,
miðað við þær kröfur, sem Mývetningar gera til
hrúta. Hann vó þá 96 kg. Nú vó hann 105 kg og cr
ekkert farinn að láta á sjá, þótt hann sé orðinn 6 vetra.
Logi er mjög sívalvaxinn og með öllu laus við bagga-
kvið, holdin eru ágætlega þétt, og hreysti hans er
ótvíræð.
Logi liel'ur reynzt ágætlega til undaneldis. Af 9
sonum hans, sem sýndir voru með honum, sjá töflu
3, fengu 7 fyrstu verðlaun, 5 veturgamlir og 2 þriggja
vetra, en þeir tvævetru fengu önnur verðlaun. Þessir
hrútar eru prýðilega gerðir og líkjast föðurnum mjög,
sem sýnir kynfestu Loga. Auk þess eru vafalaust til