Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 226
218
B Ú N A Ð A R R I T
nokkrir fleiri fyrstu verðlauna hrútar undan Loga,
sem seldir hafa verið lömb í fjárskiptin. Hrútar frá
þeim feðgum, Pétri Jónssyni og sonum hans á Gaut-
löndum, hafa oft staðið framarlega á sýningum í sveit-
um, þar sem hrútar ættaðir úr Mývatnssveit hafa ver-
ið sýndir, eins og í Hrunamannahreppi i haust og í
Öxnadal og á Árskógsströnd 1951. Þessir hrútar munu
að líkindum margir hafa verið synir Loga, og öruggt
er, að atgervishrúturinn, Gauti, á Hrauni í Öxna-
dal, sem er nú því miður dauður, var sonur hans.
Lambhrútarnir, synir Loga, sjá töflu 3, voru ágæt
hrútsefni. Það er fálitt, að hægt sé að fá á einu liausti
marga tvilembingshrúta undan sama lirút, sem vega
yfir 50 kg að meðaltali, og eru einnig vel gerðir og
álitlegir sem hrútsefni.
Dætur Loga eru framúrskarandi ær. Þær eru í senn
smávaxnar, þungar (sjá töflu 3), jafnvaxnar, þétt-
holda með afbrigðum og þolslegar. Frjósemi þeirra
er ágæt. Þær eru flestar tvílembdar ár eftir ár og gera
prýðilega væn lömb, sem sýnir, að þær eru miklar
mjólkurær. Þessi ærhópur bar með sér mikla kyn-
festu.
Gimbrarlömbin, dætur Loga, voru einnig ágætlega
vænar og prýðilega gerðar. Þær 12 tvilembingsgimbr-
ar, sem sýndar voru með Loga, voru álitlegar til á-
setnings. Þær voru ekki aðeins rígvænar, 41,5 kg að
meðaltali, heldur einnig prýðilega samstæðar og vel
gerðar. Einlembingsgimbrin prýddi líka afkvæma-
hópinn. Því ber ekki að neita, að sá eini galli, sem
augljós er á Loga, hin grófa og fremur þellitla ull,
kemur fram í mörgum afkvæmum hans. Þrátt fyrir
það verður að telja Loga óvenjugóðan kynbótahrút.
Logi hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.