Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 227
BÚNAÐAP.RIT
210
Reykjahreppur.
Þar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, Glói
Árna Þorsteinssonar á Litlu-Reykjum. Tafla 4 sýnir
þunga og mál þeirra afkvæma Glóa, sem sýnd voru
með honum.
Tafla 4. Afkvæmi Glóa á Litlu-Reykjum.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Glói, 8 vctra .... 93.0 110.0 80 32 23.0 135
Synir: 4 hrútar, 3 og 4 v. 100.8 109.0 80 32 24.0 132
1 hrútur, 2ja vetra 93.0 110.0 78 34 24.0 135
2 hrútar, 1 vetra .. 87.5 105.5 78 31 22.5 134
2 lambhrútar, einl. 50.0 86.5 67 31 19.5 128
Ifætur: 10 ær, 3, 4 og 5 v. 66.9 97.0 76 35 19.7 131
2 ær, 1 v. geldar 59.0 92.0 76 33 19.5 132
6 einlcmb. gimbrarl. 45.0 84.5 68 33 19.3 121
2 tvil. gimbrarlömb 40.5 84.0 67 32 18.0 120
Glói var keyptur lamb frá Grímsstöðum á Fjöllum.
Hann var nú 8 vetra og mjög farinn að rýrna. Á sýn-
ingu 1949 hlaut hann fyrstu verðlaun. Þá vó hann
109 kg og hafði 117 cm brjóstummál. Glói var þétt-
Vaxinn, ágætlega holdgóður, fríður og þolslegur, dökk-
gulur á haus og fótum, en hvítur á belginn. Þó eru til
rauðgul hár í jöðrum reyfisins, eins og oft vill verða
á dökkgulu fé. Ullin er framúrskarandi fín, þelið
stutt og þétt, en togið mjög lítið og fínt. Glói hefur
því ágæta vinnuull, cn of fína til þess, að heppilegt
væri að nota hann til kynbóta í úrkomuhéruðum.
Afkvæmi G,lóa likjast honum mjög, og ber það volt
um mikla kynfestu, ekki sízt af því að hann hefur
verið notaður á sundurleitar ær eins og raunar þvi
nær allir hrútar fyrst eftir fjárskiptin.
Af þeim 7 sonum GJóa, veturgömlum og eldri, sem
sýndir voru með honum, hlutu 6 fyrstu verðlaun og
1 þriðju verðlaun. Fyrstu verðlauna hrútarnir voru
allir prýðilegir einstaklingar, en þriðju Aærðlauna
hrúturinn var snotur, en alltof léttur og þroskalítill,