Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 230
222
BÚNAÐARRIT
afkvæmi 1949, en I. hciðursverðlaun fyrir afkvæmi
1951. Ættartala Pjakks er gefinn í Búnaðarritinu 64.
árg. bls. 237, og vísast til hennar þar.
Pjakkur er nú 7 vetra, en lítið farinn að rýrna enn.
Hann er og hefur alltaf verið framúrskarandi ein-
staklingur að vænleika, vaxtarlagi öllu og holdarfari.
Hann er ekki stór, en samsvarar sér prýðilega í alla
staði og er klettjDungur miðað við stærð. Hann er
fyrstu hrútur hér á landi, sem hlotið hefur I. heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi, og er það sú mesta viður-
kenning, sem hrútur getur hlotið. Ég var ekki alveg
ugglaus um, hvort Hjalti Gestsson hefði verið nógu
slrangur í kröfum, er hann veitti Pjakk I. heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi 1951, en þegar ég skoðaði af-
kvæmahópinn hans í haust, sannfærðist ég um, að
hann hafði ekki verið verið of vægt dæmdur. Enginn
fjárræktarmaður gat annað en hrifizt al' glæsileika
afkvæmahópsins, sem fylgdi Pjakk á sýningunni i
haust. Ekki spillti það, að sýnd voru með honum
helmingi fleiri afkvæmi en búfjárræktarlögin krefjast,
alls 47 kindur, en það sýnir, að þau eru svo jöfn, að
engin freisling er fyrir eigandann að velja úr aðeins
lágmarkstölu beztu afkvæmanna. Taí'la 5 A sýnir tölu,
kyn og aldur afkvæmanna og einnig hinn óvenjulega
þunga þeirra og afburða glæsilegu mál. Ég er viss um,
að hvergi á landinu helði verið hægt að sýna jafn
stóran og jafn glæsilegan afkvæmahóp með nokkrum
cðrum hrút. Það er sama, hvort litið er á hrútana,
eldri sem yngri, syni Pjakks, eða dæturnar á töflu
5 A. Fullt samræmi er í þunga og málum allra aldurs-
flokkanna af báðum kynjum. Þessir 7 veturgömlu og
eldri synir hans, sem sýndir eru á töflu 5 A hlutu
allir fyrstu verðlaun og eru hver öðrum betri ein-
staklingar. Kynfesta Pjakks er svo mikil, að afkvæm-
in virðast næstum því steypt í sama móti. Pjakkur
liefur verið reyndur nokkuð í náskyldleikarækt, þ. e.