Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 231
BÚNAÐARRIT
223
a. s. nokkrár dætur hans hafa verið látnar fá við hon-
um. Á þann hátt he'ur tekizt að framleiða allra glæsi-
legustu afkvæmi hans. Má þar sérstaklega nefna Loga,
Þórarins Kristjánssonar í Holti. Hann vó nú vetur-
gamall 109 kg, hafð; 116 cm brjóstummál, 26 cm
breiðan spjaldhrygg og aðeins 132 mm langan fótlegg.
Logi er í senn þyngsti og glæsilegasti veturgamli
hrúturinn, sem ég hef séð hér á landi, sjá grein um
hrútasýningarnar 1953 i þessum árgangi Búnaðar-
ritsins bls. 276. Logi er sonur Pjakks og Bangar nr.
889, en Böng er dóttir Pjakks og Rjúpu nr. 502, sem
hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi 1949 og aftur
1951, sjá Búnaðarritið 64. árg. bls. 239. Á sýningunni
var lambhrútur, albróðir Loga, þ. e. sonur Pjakks og
Bangar nr. 889, sem miðað við aldur er sízt lakari en
Logi. Lambhrútur þessi hefur hlotið nafnið Faraó.
Hann vó 55 kg, hafði 90 cm brjóstummál og 20 em
breiðan hrygg og 121 mm langan fótlegg. Ekki er
hægt að finna nokkurn vaxtarlýti á Faraó. Á sýning-
unni var einnig gimbrarlamb, kallað Kleópatra, dóttir
Pjakks og dóttur Pjakks, Sóleyjar nr. 931. Kleópatra
vó 45 kg og hafði 90 cm brjóstummál. Hún hafði ó-
aðfinnanlegt vaxtarlag og holdafar og bar af öllum
gimbrarlömbum undan Pjakk. Svo framarlega sem þessi
náskyldleikaræktuðu afkvæmi Pjakks reynast laus
við erfðagalla, er hér um óvenjulegt ræktunarafrek að
ræða. Sum af náskyldleikaræktuðu aflcvæmum Pjaklcs
hafa liins vegar valdið vonbrigðum að því leyti, að þau
hafa reynzt seinþroska og of fingerð. Bendir það til, eins
og raunar mátti vænta, að enn leynist duldir gallar
í þessum ræktaða stofni, gallar, sem útrýma þarf með
endurtekinni náskyldleikarækt.
Dætur Pjakks eru góðar mjólkurær. Þær, sem
sýndar voru með honum, hafa alls átt 12 einlemb-
ingshrúta, sem vógu á fæti 46.0 kg að meðaltali, 12
einlembingsgimbrar, sem vógu að meðaltali 43,4 kg,