Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 232
224
BÚNAÐARRIT
5 tvílembingshrúta, sem vógu 40.5 kg og 3 tvílemb-
ingsgimbrar, sein vógu 37.0 kg að meðaltali.
Helzt má finna það að afkvæmum Pjakks, að dætur
lians séu varla eins frjósamar og bezt væri á kostið.
Pjakkur hlaut I. lieiðursverðlaun fyrir afkvæmi
sín eins og 1951.
B. Roði nr. XXXVI, eign Gríms Guðbjörnssonar á
Syðra-Álandi, var líka sýndur með afkvæmum 1951.
Þá hlaut hann fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Ættar-
tala lloða er rakin í Búnaðarritinu 65. árg. bls. 163,
og vísast til þess. Afkvæmi Roða eru framúrskarandi
væn, sjá töflu 5 B, sérstaklega þó dæturnar. Þær eru
4—5 kg þyngri að meðaltali en dætur Pjakks í Holti.
sjá töflu 5 A og B. Ég lief aldrei séð í senn vænni
og fegurri systrahóp heldur en dætur Roða. Gildir
það jafnt um ærnar og gimbrarlömbin. Brjóstummál
og bakbreidd þessara systra er einnig með afbrigðum,
og þar eftir eru þær lágfættar. Þeir bændur, sem
halda, að ekki sé hægt að fá þunga kind, nema hún
sé liáfætt, hefðu gott af að sjá dætur Roða á Syðra-
Álandi. Ég hef aldrei séð í senn jafnvæna og vel gerða
á eins og lamblausu þrevelluna, Gullhöttu nr. 958,
enda hefur hún meira brjóstummál og breiðara bak
en nokltur önnur ær, sem ég hef mælt, brm. 115 cm,
bakbreidd 25 cm. Gulhatla er dóttir Félegar nr. 465,
sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi 1949.
Það mun fátítt að sjá 6 gimbrarlömb undan sama
lirút, sem vega að meðaltali 49.0 kg eins og dætur
Roða á töflu 5 A, og ekki eru tvílembingsgimbrarnar
hlutfallslega lakari. Þær eru alsystur og vógu 46,5
kg að meðaltali.
Hrútarnir, synir Roða, voru einnig ágætir, en þó
ekki jafningjar sona Pjakks, sjá töflu 5, A og B. Þeir
lilutu allir fjórir fyrstu verðlaun. Logi á Syðra-Álandi
og Skúfur í Holti eru metfé. Afkvæmi Iloða bera ineð