Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 235
B Ú N A Ð A R R 1 T
227
ir, en annar þeirra, Hvatur, hefur varla nógu þétta
lærvöðva. Lambhrútarnir undan Frey voru ágæt
lirútsefni og einn þeirra með eindæmum þungur,
þroskamikill og vel gerður. Hann vó 65 kg, hafði í)3
cm brjóstummál, 23 cm breitt bak og aðeins 122 mm
l'ótlegg. Þessi lambhrútur er með álitlegustu hrúts-
efnum, sem ég hef séð. Freyr stóð mjög nærri þvi að
fá I. verðlaun fyrir afkvæmi, þótt smávægilega galla
mætti finna á sumum þeirra. En það réð úrslitum um,
að hann fékk ekki I. verðlaun að þessu sinni, að af-
urðageta dælra lians var enn óreynd sökum þess, hve
ungar þær voru. Þær voru allar lömh og veturgamlar
geldar.
Freijr hlaut II. verðlaun fi/rir afkvæmi.
E. Andri nr. XL, eign Óla Halldórssonar, Gunnars-
stöðum, var nú einnig sýndur með afkvæmum í fyrsta
sinni. Andri er 5 vetra gamall, jötunn vænn og vel
gerður. Hann vó nú 120 kg og liafði 120 cm brjóst-
ummál og 27 cin breitt hak. Andri er sonur Fífils nr.
XXIV, Árna KristjánSsonar í Holti, sem hlaut I. verð-
laun fyrir afkvæmi 1949 og 1951, og Rjúpu nr. 502,
Þórarins Kristjánssonar í Holli, sem einnig hlaut I.
verðlaun fyrir afkvæmi 1949 og 1951. Bæði föður og
móðurætt Andra eru raktar í Búnaðarritinu 64. árg.
hls. 231 og 239- -240.
Tal'la 5 E sýnir, að afkvæmi Andra eru prýðilega
væn. Veturgömlu hrútarnir, Smári og Jökull, hlutu
fyrstu verðlaun. Sá síðarnefndi hefur aðeins of litil
hakhold. Mörg afkvæmin eru ágætlega gerð, en þau
bera ekki með sér næga kynfestu lil þess, að Andri
gæti hlotið fyrstu verðlaun fyrir þau, enda eru sum
þcirra tæplega nógu útlögumikil og bakholdagóð. Þess
ber að geta, að Andri hefur verið notaður handa lítt
ræktuðum ám og allsundurleitum, og því hefði hann
þurft að búa yfir óvenju mikilli kynfestu til þess,