Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 236
228
BÚNAÐARRIT
að afkvæmin næðu öll svipmóti hans og vaxtarlagi-
Andri hefur samt mjög mikið kynbótagildi.
Andri hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Tafla 6. Afkvæmi áa í sauðfjárræktarfélaginu Þistli.
A. Móðirin: Æsa 1 2 3 4 5 6
nr. 491, 10 vetra . . 66.0 99.0 75 34 20.0 131
Sonur: Magni, 2 vetra .... 114.0 115.0 83 35 25.0 136
Dætur: 3 ær, 3, 4 og 7 vetra 71.3 101.7 75 34 21.0 129
1 gimbrarlamb 45.0 87.0 65 29 20.0 126
B. Móðirin: Gála, 8 vetra 63.0 100.0 70 29 20.0 126
Synir: Smári, 1 vetra .... 91.0 105.0 81 33 23.0 134
1 lambhrútur, tvil. 40.0 83.0 64 28 18.0 116
Dætur: 2 ær, 3 og 5 vetra 72.0 103.0 72 30 21.0 128
1 gimbrarl. tvíl. .. 39.3 81.0 64 28 18.0 119
A. Æsa nr. 491, eign Eggerts Ólafssonar, Laxárdal,
er aí'burða ær að vænleika, vaxtarlagi, holdafari og
endingu. Nú, 10 vetra gömul, er hún lítið farin að
fella af og skilar ágætu lambi. Ætt Æsu nr. 491 er sem
hér segir: F. Hnoðri nr. X i Laxárdal frá Syðra-Álandi,
F.F. Grænir á Syðra-Álandi frá Páli á Grænavatni í
Mývatnssveit. F.F.F. Logi á Grænavatni frá Helluvaði
I. v. 1937, F.F.M. Njóla á Grænavatni, F.F.F.F. Freyr á
Helluvaði, F.F.M.F. Klaufi frá Litluvöllum, Bárðardal,
F.F.M.M. Dröfn á Grænavatni. F.M. Snotra nr. 175, S.-
Álandi, M. Stórleit nr. 46, F.M. Snerrir. Afkvæmi Æsu
eru yfirleitt framúrskarandi kostakindur, sjá töflu 6 A.
Sonurinn, Magni Eggerts Ólafssonar, er metfé að allri
gerð og vænleika. Hann er sonur Ugga nr. XXVII, er
hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi 1949 og 1951.
Ærnar þrjár, dætur Æsu, eru allar prýðilegar kindur,
en þó misjafnar. Hvöt, 4 vetra, er þeirra lökust, en
þó góð ær. Eldsnör nr. 726, 7 vetra, er metfé og Perla
nr. 912, 3 vetra, er viðbrigða atgervis ær, Perla vó 81
kg, hafði 107 cm brjóstummál og 23 cm breiðan
spjaldhrygg. Dætur Æsu eru ágætar afurðaær, eins