Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 237
BÚNAÐARRIT
229
og Æsa sjálf hefur veiið. Æsa hefur einu sinni verið
þrílembd, en alltaf endranær einlembd. Hún hefur
sjálf komið upp 9 lömbum, 5 hrútum, sem hafa vegið
á fæti til jafnaðar 49 kg, og 4 gimbrum, sem hafa vegið
46,5 kg að meðallali. Meðalþungi Æsu að hausti frá
1—10 vetra er 69,6 kg.
Æsa lilaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
B. Gála, eign Guðnýjar Halldórsdótlur, Gunnars-
stöðum, er prýðileg ær sem einstaklingur. Ætt Gálu
er sem hér segir: F. Spakur nr. XI frá Holti, F.F.
Hnöttur, Þorsteins Þórarinssonar í Holti, F M. Hyrna
nr. 160 í Holti, M. Spíra, grá að lit, M.F. Ivrummi frá
Sætiini og M.M. Grána. Afkvæmi Gálu eru öll prýði-
lega væn, vel gerð og þolsleg. Smári er ágætlega vænn
og vel vaxinn I. verðlauna hrútur. Fullorðnu ærnar,
dætur Gálu, eru hvor annarri betri, og tvílembings-
gimbrin er mjög álitlegt ásetningslamb. Gála er ágæt.
afurðaær. Hún hefur verið tvílembd 4 sinnum og ein-
lembd 3 sinnum. Þungi dilka hennar á fæti að haust-
inu hefur verið sem hér segir: 1 einl. hrútur 50 kg.,
2 einl. gimbrar 47,5 ltg að meðaltali, 6 tvílembings
hrútar 38,3 kg og 2 tvílembingsgimbrar 37,5 kg til
jafnaðar.
Gála hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
Norður-Múlasýsla.
Þar voru sýndar tvær kindur með afkvæmum, 1
hrútur í Fljótsdal og 1 ær í Borgarfirði.
Fljótsdalshreppur.
Þar var sýndur hrúturinn Spakur á Skriðuklaustri
nieð afkvæmum. Það var sérstakt við þessa sýningu,
að öll lifandi afkvæmi Spaks voru sýnd með honum,
nlls 100 að tölu, en ekkert gert til þess að velja úr þau