Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 242
234
BÚNAÐARRIT
Þau eru öll rauðgul í andliti og á fótum, hafa yfir-
leitt of rauðgulann linakka, og nokkuð ber á guluni
hárum í ullinni. Kjötprósenta sláturlamba uirdan
Reyni hefur reynzt 39%. Má það teljast gott í jafn
landléttri sveit og Mýrahreppur er.
Reynir lilaut 11. verðlaun fyrir aflcvæmi eins oy
1951.
B. Fantur XLl, eigandi Sigurður Ketilsson, Flatey.
Hann er nú 7 vetra gamall og hefur hvað eftir annað
lilotið fyrstu verðJaun sem einstaklingur á sýningum,
enda afburða holda- og hraustleikakind og prýðilega
vel vaxinn.
Ættartala Fants. Föðurætt: F. Fróði XX, er hlaut
II. verðlaun fyrir afkvæmi 1949. F.F. Múli á Stafa-
felli, F.M. Mýla á Stafafelli. Móðurætt: M. Svala 338,
M.F. Álfur XIII í Viðborðsseli, M.M. Fluga í Viðborðs-
seli, M.F.F. Baukur III. M.F.M. Gulhrá, F.M.F. Fífill
í Holtahólum, M.M.M. Nett. Allir 4 synir Fants, tafla
9 B, hlutu fyrstu verðlaun, enda prýðilega vel gerðir,
sjá töflu E í grein um hrútasýningar í þessum árg.
Búnaðarritsins. Lambhrútarnir voru báðir álitleg
hrútsefni, annar þeirra þó mun betri. Ærnar, dætur
Fants, bæði veturgamlar og eldri, eru mjög þungar
miðað við stærð, prýðilega vaxnar og þolslegar. Ærn-
ar eru góðar afurðaær bæði að frjósemi og mjólkur-
lagni. Af gimbrarlömbunum voru 6 tvílembingar og
2 einlembingar. Þau eru ekki þung, en mjög álitleg
ásetningslömb. í heild sýna afkvæmi Fants mikla kyn-
festu. Þau eru öll lágfætt, þykkvaxin með ágæta
hringu og útlögur, þéttholda á baki og í lærum og
liafa mjög skært augnaráð, er ber vott um mikla
hreysti. Þau eru ígul á haus og fótuin með snoðna
rófu og ágætlega fríð. Sláturlömb undan Fant, siðustu
4 árin, 64 að tölu liafa liaft 38.8% kjöt og lent því