Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 243
BÚNAÐARRIT
235
nær öll í fyrsta gæSaflokki, scni má telja ágætt, því að
meiri hlutinn af þeim hafa verið tvílembingar. Fant-
ur hefur tvímælalaust mikið kynbótagildi.
Fantur hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
C. Spakur nr. LV, eigandi Bergur Þorleifsson, Flat-
ey, er heimaalinn, 3 vetra, framúrskarandi vænn og vel
gerður. Ættartala Spaks: Hann er sonur Fals XLII,
sem hlaut II. verðlaun fyrir aflcvæmi 1951. Ættartala
Fals er rakin í Búnaðarritinu 65. árg. bls. 170. Móður-
ætt Spaks: M. Hetja 616, M.F. Bakka-Kolur, M.M.
Rösk, Flatey, M.M.F. Melur, Flatey. M.M.M. Rissa,
Flatey, M.M.M.F. Laxi frá Laxamýri.
Synir Spaks eru allir góðir, en eru þó ekki atgervis
kindur. Gráni, 1 vetra, og Fleygur, 2 vetra, fengu báð-
ir I. verðlaun. Taka þeir föður sínum fram að því
leyti, að þeir eru lágfættari. Dætur Spaks hafa varla
nógu útlögumikinn brjóstkassa, og gimbrarlömbin
liafa tæplega nógu breitt bak, en eru sæmilega væn.
Nokkuð vantar á, að afkvæmin beri með sér næga
kynfestu, því að þau líkjast móðurættunum meira
en föðurnum.
Spakur hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Blær XXXVIII, eigandi Elías Jónsson, Rauða-
bergi, er heiinaalinn, 7 vetra, framúrskarandi vænn
og vel gerður einstaklingur, og heldur sér prýðilega.
Hann er sonur Fróða XX, er hlaut II. verðlaun fyrir
afkvæmi 1949. Móðurætt Blæs: M. Spóla 190, M.F.
Freyr X, M.M. Hvöt 82, M.F.F. Húni i Flatey frá
Bjarna Guðmundssyni, Höfn, M.F.M. Sóley í Flatey,
M.M.F. Hroði, Holtahólum, M.M.M. Rola i Flatey,
M.F.F.F. Akur, Bjarna Guðmundssyonar, Höfn. Af-
kvæmi Blæs eru yfirleitt létt og þroskalítil, en svip-
fögur og flest holdgóð, einkum á baki og í mölum.