Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 244
236
BÚNAÐARRIT
Þau eru yfirleitt lakari en fatiirinn. Flest þeirra eru
framleidd með náinni skyldleikarækt, og var áber-
andi, hvað afkvæmin undan þeim ám, sem voru
minnst skyidar Blæ, báru af að vænleika. Það er því
augljóst mál, að enda þótt í Blæ búi ekki erfðavísar,
sem valda dauða, þá gengur hann með dulda galla,
sem valda seinþroska og smæð. Það er því til tjóns
að nota hann handa ám, sem eru honum náskyldar,
en allt bendir til þess, að hann gefi góða raun með
óskyldum ám.
fílær hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Flosi XLVII, eigandi Elías Jónsson, Rauðabergi.
FIosi er frá Viðborðsseli. Föðurætt: F. Venus XXXV,
F.F. Vafi VII., F.M. Kiða, F.F.F. Fróði XX., F.F.M.
Glóð. Móðurætt: M. Bleikja 120, er hlaut II. verðlaun
fyrir afkvæmi 1949 og aftur 1951, og vísast til ættar
hennar í Búnaðarritinu 64 árg. bls. 246. Afkvæmi
Flosa eru fríð, hörkuleg og bera með sér nokkra kyn-
festu, en þau eru of þroskalítil og sum ekki nógu
holdamikil. Samt eru lömbin yfirleitt holdgóð í lær-
um. Annar fullorðni hrúturinn, Lokkur, hlaut I.
verðlaun, en þó tæpur. Hinn hlaut aðeins III. verðlaun.
Kynbótagildi Flosa er ekki mikið og því álitamál,
hvort hann slcyldi hljóta vcrðlaun fyrir afkvæmi.
Flosi hlaut III. verðlaun fijrir afkvæmi.
F. Barði XLIX, eigandi Helgi Sæmundsson, Stóra-
Bóli. Föðurætt Barða: F. Sldðir XXXVII frá Brekku í
Lóni, F. F. Sindri í Brekku, F.M. Syrja 67 á Brekku,
F.F.F. Blettur frá Flatey, F.F.M. Stærð 20 á Brekku.
Móðurætt: Hlust 362, er nú hlaut II. verðlaun fyrir
al'kvæmi, sjá ætt liennar hér á eftir. Barði er sjálfur
ágætlega vænn, en noklcuð háfættur. Hann hlaut I.
verðlaun 1949 og aftur nú. Synir hans, Bjarki og Spak-