Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 245
BÚNAÐARRIT
237
ur, hlutu I. verðlaun, en Breki aðeins II. verðlaun.
Þeir eru allir sæmilega vænir, hafa útlögugóðan
brjóstkassa, en eru of háfættir.
Ðæturnar, bæði lömb og ær, eru sæmilega þungar,
en of háfættar og ekki nógu holdþéttar. Afkvæmin
bera ekki með sér næga kynfestu, og mörg þeirra
liafa ekki nógu góða fótstöðu og vega ekki nógu
mikið miðað við stærð.
Kjötprósenta sláturlamba undan Barða er lítil, að-
eins 36.2%. Þótt Barði sé sjálfur kostamikill einstakl-
ingur, þá hefur hann lílið kynbótagildi, að minnsta
kosti í jafnlandléttri sveit og Mýrahreppi, þar sem cr
áríðandi að fá féð lágfætt og þykkvaxið, til að það geti
safnað holdum. Að öllum líkindum mundi Barði hafa
reynzt hlutfallslega betur í landkosta sveit. Ekki
lágu fyrir nógu glöggar skýrslur um afurðagetu dætra
hans.
Barði hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Sjöundi lirúturinn, sem sýndur var með afkvæm-
um, var Hrímnir, Eyjólfs Bjarnasonar, Giljaholti. Þó
vantaði fullorðinn hrút undan honum til þess að full-
nægja þeim skilyrðum, sem búfjárræktarlög setja uin
tölu afkvæma. Er þvi ekki gefin skýrsla um vænleika
og mál afkvæma hans hér. Eftir þeim afkvæmum, sem
fylgdu Hrímni, var hann talinn III. verðaluna verður.
Tafla 10. Afkvæmi Hlustar nr. 362 á Stóra-Bóli.
1 2 3 4 6 6
Móðirin : Hlust nr. 362, 9 v. 66.0 103.0 77 33 22.0 137
Sonur: Barði nr. XLIX, 5 v. 106.0 113.0 85 35 25.0 138
Dælur: 2 ær, 2 og 4 vetra 54.5 95.5 72 32 19.0 130
2 ær, 1 v. gelilar .. 54.0 94.0 73 32 21.0 132
Iilust nr. 362, eign Helga Sæmundssonar, Stóra-Bóli,
er þar heimaalin. Föðurætt Hlustar: F. Fífill XVIII.,