Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 256
248
B Ú N A Ð A R R 1 T
Tafla A - J sýnir aldur, þunga, mál, ætterni eða
uppruna og eigendur fyrstu verðlauna hrútanna.
Stjarna við nafn hrútsins táknar, að liann sé kollóttur
eða hníflóttur.
Suður-Þingeyjarsýsla.
í þessari sýslu voru sýningar alls staðar sæmilega
sóttar og sums staðar ágætlega, nema í Tjörneshreppi,
þar sem sýning féll niður á tilskildum sýningardegi,
vegna þess að bændur voru bundnir við slátrun. Þar
var þó skotið á sýningu síðar, og mætti þar sem aðal-
dómari Skafti Benediktsson, héraðsráðunautur, en
aðeins fáir hrútar voru sýndir. Alls voru sýndir í
sýslunni 445 hrúlar, þar af 266 fullorðnir, er vógu
að meðaltali 95,9 kg og 79 veturgamlir, er vógu 75,8
kg að meðaltali, sjá töflu 1. Tafla A sýnir I. verðlauna
hrúta í Suður-Þingeyjarsýslu, þunga þeirra, mál, ætt-
erni og eigendur.
Svalbarðsstrandarhreppur.
Þar voru sýndir 25 hrútar, og hlutu aðeins 5 þeirra
I. verðlaun. Af þessum hrútum voru 12 fullorðnir.
Þeir vógu að meðaltali 90,9 kg, og er það lægri meðal-
þungi en í nokkrum öðrum hreppi sýslunnar, sjá
töflu 1. Hafa ekki verið þar jafnrýrir fullorðnir hrút-
ar síðustu 20 árin og voru nú 4,5 kg léttari en 1949.
Virðist því Svalbarðsstrendingum erfiðlega ganga að
ala upp af hinum nýja stofni eins góða hrúta og keypt-
ir voru við fjárskiptin, hvað þá heldur betri. Jafn
beztu hrútarnir voru þeir Dagur i Garðsvík og Hvatur
í Sigluvík, báðir ættaðir frá Þverá i Dalsmynni, líklega
af Laugabólsætt. Hvatur er þó varla nógu þungur,
sjá töílu A. Hörður á Þórisstöðum er kostamikil
kind. Kópur í Garðsvik, sonur Kolls í Nesi, er snotur
og lofar góðu, en er eklci nógu þroskamikill. Eftir fjár-