Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 257
BÚNAÐARRIT
249
skiptin tókst bændum í Svalbarðsstrandarhreppi að fá
nokkrar ær saíddar með sæði úr hreinræktuðum
Border-Leicester hrút úr Svarfaðardal og hafa haldið
þar við kynblendingsræktun síðan. Sumir kynblend-
ingarnir eru vænar kindur, en mjög sundurleitar að
gerð. Bændur telja kynblendingsærnar ])ar mjög arð-
samar, og einnig virðast lömb undan kynblendings-
hrútunum reynast vel til slátrunar. Samt sem áður
cr hætt við því, að hér sé aðeins um stundarhag að
ræða, vegna þess að ekki er kostur á að fá óskylt
Border-Leicesterblóð til áframhaldandi kynblöndun-
ar. Er því hætt við, að kynblendingarnir úrkynjist
svo með tímanum, að þeir bændur verði fegnir, sem
halda fjárstofni sínnm óblönduðum.
Grýtubakkahreppur.
Þar voru sýndir 25 hrútar fullorðnir og 16 vetur-
gamlir. Vógu þeir fyrrnefndu 91,5 kg, og þeir síðar-
nefndu 71,9 kg að meðaltali. Það er mun lægra meðal-
tal en í sýslunni i heild, sjá töflu 1. Fullorðnu lirút-
arnir eru nú aðeins léttari en 1949, en þeir vetur-
gömlu aðeins þyngri. Tólf hrútar fullorðnir og 3 vet-
urgamlir hlutu I. verðl. Fáir þeirra eru atgerviskind-
ur, en sumir tæpir í I. verðlaun, vegna vaxtar- og ullar-
galla. Bezti einstaklingurinn var Kolur í Nesi, frá
Grýtubakka, sonur Barða þar, sem lilaut I. verðl. 1949
og var ættaður frá Vatnsfirði. Smári á Hóli og Gulur
i Fagrabæ frá Reykjarfirði eru báðir prýðilegir ein-
staklingar, sjá töflu A.
Hálshreppur.
Þar voru sýndir 26 hrútar fullorðnir, er vógu að
meðaltali 75,9 kg og 15 veturgamlir, sem vógu að
meðaltali 75,9 kg. Eru því hrútar í Hálshreppi svipaðir
að vænlcika og hrútarnir í sýslunni í heild, tafla 1.
AIIs hlutu 19 af þessum hrútum I. verðlaun, og er það