Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 258
250
B Ú N A Ð A R R I T
nokkru betri útkoma en 1949, þótt vænleiki hrútanna
hafi lítið aukizt siðan. Beztu hrútarnir í réttri röð
voru þessir: Axi Indriða í Skógum i'rá Öxará, sonur
Smára fá Skálavík. Axi er metfé að vænleika, vaxtar-
Jagi og holdafari. Roði á Hallgilsstöðuin, sonur Múla
og ær frá Borg í Auðkúluhreppi, er framúrskarandi
holdakind og fínullaður. Hákur á Hróarsstöðum, al-
bróðir Axa, er rígvænn, en bakholdaminni en Axi.
Snorri í Böðvarsnesi, Spakur i Grænuhlíð og Fífill i
Veisuseli eru allir vænir og kostamiklir hrútar. Fnjósk-
dælir hafa gert meira en að halda í horfinu, síðan fjár-
skipti fóru fram, og lízt mér svo á, að þeim muni takast
að koma upp góðu fé, ef þeir stefna markvisst að því
og hagnýta sér sauðfjárræktarfélagið, sem margir
bændur starfa í af áhuga. Þeir standa betur að vígi
en margir aðrir, vegna þess að þeir hrærðu ekki lömb-
unum í graut við fjárskiptin, heldur létu stofnana frá
hverjum l)æ halda sér. Það er því auðveldara fyrir
livern og einn þeirra að finna, hvaða kosti vantar og
hvaða göllum þarf að útrýma og haga hrútavali eftir
því, heldur en fyrir þá, sem eiga algerlega ósamstætt
fé.
L jósavatnshreppur.
Sýningin þar var framúrskarandi vel sótt í Út-Kinn
en mjög illa í Fram-Kinn. Alls voru sýndir 57 hrútar,
35 fullorðnir og 25 veturgamlir. Af þeim hlutu 27
fyrstu verðlaun, sjá töflu A.
Þótt hrútar í Kinn séu aðeins léttari en í Fnjóska-
dal, þá eru þeir jafn betur vaxnir og yfirleitt liold-
meiri, enda fengu Kinnungar tiltölulega meira af
ágætum hrútum við fjárskiptin en bændur í öðrum
hreppum vestan Skjálfandafljóts. Þeir fengu fé úr
Nauteyrarhreppi og þar í marga ágæta hrúta frá
Múla, Hamri o. fl. bæjum. Beztu hrútarnir í Út-Kinn
voru þessir: Múli í Garðshorni og Kollur í Staðarholli,
báðir af Múlastofni, framúrskarandi vænleika- og