Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 259
]3 Ú N A Ð A R R I T
251
lioldakindur, ágætlega vaxnir og prúðir, Hnífill í Hlíð,
Hnífill og Bliki i Torfunesi og Prúður á Björgum,
sem allir eru kostamiklir. Fífill í Ártúni er óvenju-
lega þéttvaxinn holdakind og þolslegur með afbrigð-
um, en hefur alltof grófa og þellitla ull. Kollur á Finns-
stöðum frá Hamri í Nauteyrarhreppi, sem var vænsti
hrúturinn í Ljósavatnshreppi 1949, hefur reynzt vel
til kynbóta. Þrír synir hans veturgamlir hlutu nú I.
verðlaun, sjá töi'lu A. I Fram-Kinn var Svanur i Hriflu
frá Hcydal bezti hrúturinn. Hann heldur sér enn prýði-
lega, 7 vetra gamall. Hann er dugnaðarkind og ágæt-
lega holdgóður. Kubbur í Hriflu, sonur Svans, tekur
i'öður sínum fram að sumu leyti. Hann er lágfættari
og þykkvaxnari en ekki alveg eins vænn. Ýmir í Hriflu,
einnig sonur Svans, er prýðilega vænn og líklegur til
að slanda föður sínum ekki að baki. Svani og afkvæm-
um lians er nánar lýst í grein um afkvæmasýningar
á sauðfé hér í ritinu.
Bárðdælahreppur.
Þar voru sýndir 64 hrútar, 40 fullorðnir, er vógu
96,3 kg að meðaltali, og 24 veturgamlir, er vógu að
meðallali 72,8 kg. Þetta er mun minni meðalþungi á
hrútum í Bárðardal en nokkru sinni áður á sýningu
þar. Mun það vera einsdæmi í fjárræktarsögu Þing-
eyinga, að veturgamlir hrútar í Bárðardal, slíkri
landkostasveit, séu mun léttari en veturgamlir hrútar
að meðaltali í sýslunni, og fullorðnu hrútarnir séu
aðeins 0,4 kg þyngri en sýslumeðaltalið.
Al’ þessum 64 hrútum, sem sýndir voru, hlutu að-
eins 14 fullorðnir I. verðlaun, en enginn veturgamall,
en 19 voru dæmdir ónothæfir, 8 fullorðnir og 11 vet-
urgamlir. Samt eru til nokkrir ágætir hrútar í Bárð-
ardal. Má þar sérstaklega nefna Koll Valdimars á
Halldórsstöðum frá Bæjum á Snæfjallaströnd, sem
sameinar óvenjulega mikinn vænleika, bolrými, bak-