Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 260
252
BÚNAÐARRIT
breidd, ágætt vaxtarlag yfirleitt, framúrskarandi hold,
vel hvíta ull og ágæta endingu. Nú, 7 vetra gamall, virð-
ist hann lítið sem ekkert vera farinn að rýrna, sjá
töflu A. Smári á Bólstað, Sproti á Bjarnastöðum, Óð-
inn á Mýri og Ljómi á Lundarbrekku frá Engidal eru
allir ágælum kostum búnir, en sá síðastnefndi hefur
þó tæplega nógu útlögumikinn brjóstkassa. Goði á
Lundarbrekku er ágætlega vænn, útlögugóður og fjár-
legur, en hefur alltof háar herðar og fleiri vaxtarlýti.
í Bárðardal austan Skjálfandafljóts er norðurþing-
eyskur fjárstofn, en vestan fljótsins er vestfirzkur stofn,
nú að vísu nokkuð blandaður norðurþingeyska stofnin-
um austan fljótsins. Þessir stofna eru gerólíkir að útliti
og eðli. En þrátt fyrir það er ekki hægt að segja, að
öðrum megin fljótsins séu hrútar mun betri en hinum
megin. I báðum hlutum sveitarinnar eru til ágætir
einstaklingar, en mun fleiri holdþunnir geplar, sem
minna á lélegri hluta hrútanna í lökustu fjársveitum
landsins. Ellefu hrútar veturgamlir í Bárðardal, sem
enginn verðlaun hlutu, vógu t. d. aðeins 66,5 kg að
meðaltali. Hér virðist vera um alvarlcg mistök að
ræða á vali lífhrútanna eða uppeldi þeirra, nema
hvort tveggja sé. Að vísu hafa Bárðdælir líklega lofað
Árnesingum að velja úr beztu hrútsefnin í fyrra haust,
auk þess sem hrútlömb hafa þá yfirleitt verið rýr,
einkum tvílembingar, og því erfiðara að velja eðlis-
beztu hrútana til lífs, en þegar lömbin eru væn. Bárð-
dælir og fleiri Suður-Þingeyingar hafa tjáð mér, að
þeir legðu kapp á að velja lífhrúta af sem frjósöm-
ustum stofnum, til að auka frjósemi ærstofnsins á
þann hátt. Ganga margir svo langt i þessu efni, að
láta alls ekki lifa einlembingshrúta. Þetta er rétt stefna
þar, sem bændur hafa tileinkað sér þá búnaðarmenningu
eins og Bárðdælir, að kappkosta að fá sem mestar afurðir
af hverjum einstaklingi og hafa sett sér það markmið
að fóðra ærnar vel. Hins vegar má ekki einblína á