Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 261
BÚNAÐARRIT
253
þetta atriði og glcyma öllum öðrum s. s. vaxtarlagi og
vænleika. Ég óttast, að margir Bárðdælir hafi á seinni
árum lagt of lítið upp úr því að velja holdmikla, þykk-
vaxna og þolslega hrúta til ásetnings, en litið nær
eingöngu á frjósemi ættanna. Hóf er bezt í hverjum
hlut, ekki sízt í vali búfjár. Kynbótaslcepnan þarf að
vera svo mörgum kostum búin, að aldrei fer vel, ef
aðeins er lögð áherzla á, að hún fullnægi sumum þeim
kröfum, sem gera þarf til hennar. Bárðdælir mega ekki
iáta skeika að sköpuðu í þessu efni, heldur þurfa nú að
spyrna við fæti og gera sér grein fyrir því, hvernig
féð á að vera vaxið og hvað eiginleika það þarf að
liafa til þess að vera í senn þolið, vænt og afurðagott.
Þeir mega ekki ganga með grillur um, að háfætt og
gisholda fé sé líklegra til afurðagjafar en þykkvaxið,
holdsamt fé.
Það er uggvænlegt, þegar bændur, sem standa í
fremstu röð um margt, sem að búskap lýtur, s. s. því
að fóðra fénað sinn vel og hirða ágætlega um bú sín,
verða eftirbátar annarra með ræktun bústofnsins.
Annars mun fleirum en Bárðdælum veitast örðugt að
rækta upp gallalítið fé á skömmum tíma úr þeim
graut, sem margir bændur fengu við fjárskiptin, eink-
um vegna þess, hve lítil deili þeir vita á eðliseigin-
leikum kinda sinna fyrstu árin. Jafnvel bráðþroska
og vænir einstaklingar geta með aldrinum reynzt ó-
þolnari og afurðaminni en aðrir, sem minna létu yfir
sér í fyrstu.
Skútustaðahreppur.
Fullorðnu hrútarnir voru nú aðeins léttari en á
sýningunni 1949, en þeir veturgömlu um 5 kg þyngri
en þá, sjá töflu 1. Mývelningar virðast því vera í sókn
í fjárrækt sinni. Veturgömlu hrútarnir vógu nú 85,8
kg að meðaltali og eru því 13 kg þyngri en veturgömlu
hrútarnir í Bárðardal. Af 62 hrútum sýndum hlutu
30 fyrstu verðlaun, 21 fullorðinn og 9 veturgamlir, og