Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 262
254
B Ú N A Ð A R R I T
má telja það ágætt. Án efa er Logi á Gautlöndum mesti
kynbótahrúturinn af eldri hrútunum i sveitinni, enda
hlaut hann I. verðlaun fyrir afkvæmi, sjá grein um
afkvæmasýningar í þessum árg. Búnaðarritsins. Sjö
synir hans hlutu nú I. verðlaun, sjá töflu A. Faðir
Loga, Fífill á Stöng, keyptur lamh frá Hafrafells-
tungu, hefur tvímælalaust haft mikið kynbótagildi.
Nú hlutu 3 synir hans I. verðlaun. Laxi frá Norður-
hlíð, keyptur lamb frá Holti í Þistilfirði, hefur nú
siðustu árin verið notaður á Helluvaði og reynzt ágæt-
lega. Þrír synir hans, Börkur, Loki og Gustur, hlutu
I. verðlaun, tafla A. Tveir þeir fyrrnefndu eru í röð
bezlu hrúta í sveitinni. Eins og tafla A her með scr
eru allmargir I. verðlauna hrútarnir lágfættir og út-
lögumiklir, sérstaklega þó þeir veturgömlu, sem þakka
má áhrifum Loga. Hins vegar eru bakhold þeirra tæp-
lega nógu mikil. Mörgum Mývetningum hefur þegar
tekizt að rækta upp framúrskarandi frjósamt fé. Svo
framarlega sem þeim tekst að auka hakhold fjárins,
þá mun eltki langt að bíða, að þeir komi upp fjár-
stofni, sem jafnast á við þann, sem eyðilagður var
við fjárskiptin, enda liafa þeir verið lagnir á að not-
færa sér þá neista af Helluvaðshlóði, sem þeir fundu
í nýja fjárstofninum. Margir Mývetningar hafa líka
ákveðna stefnu í fjárræktinni, hyggða á skoðun og
reynslu mestu fjárræktarmanna fyrr og síðar, cn þvi
miður eru of margir bændur víða um land, sem ekki
hafa gert sér grein fyrir, að kindur þurfi að hafa á-
kveðin vaxtareinkenni til þess að geta í senn gefið
miklar og góðar afurðir.
Reykdælahreppur.
Þar voru sýndir 40 hrútar, 28 fullorðnir, er vógu
í)(>,3 kg eða um 2 kg meira en 1949. Af fullorðnu hrút-
unum hlutu 13 fyrstu verðlaun en enginn af þeiin
veturgömlu, enda voru margir veturgömlu hrútarnir