Búnaðarrit - 01.01.1954, Side 263
B Ú N A Ð A R R I T
255
ónothæfir aumingjar. Páí'i í Kvígindisdal, sonur Stik-
ils í Lundarbrekku, er jafn kosla mestur af hrútunum
í lireppnum. Bróðir hans að l'öðurnum, Goði í Kast-
hvammi, er einnig mjög góð kind, en varla nógu út-
lögumikill. Beli á Breiðamýri, frá Jónasi á Helluvaði,
er prýðileg kind. Blær á Laugafelli og Bjartur á
Breiðamýri, báðir synir Hvats á Brún, eru vel gerðir
og kostamiklir, en varla nógu vænir.
Aðaldælahreppur.
Þar voru sýndir 00 hrútar. Af þeim hlutu I. verðl.
10 fullorðnir, sem vógu 100,9 kg, og 10 veturgamlir,
sem vógu 81,3 kg að meðaltali. Ónothæfir voru 14, sjá
töílu 1. Allmildl framför hefur orðið á hrútum í Aðal-
dal síðan á fyrstu sýningu eftir fjárskiptin, þótt
meðalþungi sýndra lirúta haí'i ekki vaxið. Nú var sýn-
ingin mun betur sótt en nokkru sinni siðustu tuttugu
árin, en góð sókn lækkar oftast meðalþunga sýndra
hrúta, því þegar fáir sýna, þá eru það oftast þeir, sem
mestan áliuga hafa og eiga lieztu hrútana. Margir beztu
I. verðlauna hrútarnir voru ættaðir úr Ivelduhverfi.
Freyr í Klambraseli frá Grásíðu bar af þeim full-
orðnu. Hann er framúrskarandi vel vaxinn og þétt-
holda og ber glögg einkenni ræktunar. Hari á Geita-
felli er gríðarvænn. Næslur honum að vænleika var
Svalur í Lindahlíð, sonur Laxa í Norðurhlíð. Haustið
1952 keyj)lu Aðaldælir marga lambhrúta í Keldu-
hverfi. Voru það góð kaup. Af þeim hlutu nú 8 fyrstu
verðlaun, og eru margir þeirra prýðilega gerðir og bera
hin glöggu ræktareinkenni Holtsfjárins i Þistilfirði,
sem Keldhverfingar eru nú sem óðast að kynfesta í
fjárstofni sínum. Jafnbeztur af veturgömlu hrútun-
um var Stúfur á Hrauni frá Auðbjargarstöðum, fram-
úrskarandi vænn og vel vaxinn. Sómi í Klambraseli
í’rá Fjöllum er ágæt kind, en aðeins of bakmjór. Prúð-
ur á Langavatni og Roði á Jarlsstöðum, báðir frá