Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 264
256
B Ú N A Ð A R R I T
Grásíðu, eru ágætlega gerðir. Óðinn, heimaalinn á
Jarlsstöðum, er kostamikil vænleika kind. Aðaldælir
fengu í'lestir lélega hrúta við fjárskiptin, og hefur það
valdið þeim tjóni, en sá f járræktaráhugi, sem nú er
vaknaður hjá þeim, verður vonandi til þess, að þeim
takist að rækta upp gott fé.
Reijk jahreppur.
Hrútar í Reykjahreppi eru að meðaltali vel vænir,
lafla 1 og sumir þeirra í röð kostamestu hrútanna i
sýslunni. Tíu hrútar, af 24 sýndum, hlutu I. verðlaun,
7 fullorðnir, sem vógu 104,4 lcg og 3 veturgamlir, sem
vógu 93,7 kg að meðaltali. Goði, Jóns H. Þorbergs-
sonar á Laxamýri, veturgamall, vó 107 kg og var lang-
vænsti veturgamli hrúturinn í S.-Þingeyjarsýslu i haust
og næst vænsti hrútur veturgamall, sem ég hef vegið.
Goði er afburða kind. Samfara liinum mikla vænleika,
er liann með afbrigðum þolslegur, brjóstkassabygging-
in er öll framúrskarandi góð og bringan óvenjulega
vel framsett og útlögumikil. Goði er í senn bæði lág-
fættur og laus við baggakvið. Hinn mikli þungi er
fólginn í mikilli bollengd, rými og holdum. Þrátt íyrir
þá mörgu og miklu kosti, sem prýða Goða, þá er hann
þó elcki nægilega holdgróinn á spjaldhrygg til þess,
að kostir hans samsvari sér fyllilega. Að Goða standa
ágætar ættir, tafla A. Faðir hans, Birlcir, sem ég sá
því miður aldrei, var ættaður frá Holli í Þistilfirði,
en móðir hans Gulhnakka, er dóttir Ivata frá Kata-
stöðum og ær frá Efri-Hólum.
Spakur Sigurðar Pálssonar í Skógahlíð er metfé.
Hann er frá Grásíðu í Kelduhverfi, sonur hrúts frá
Holti í Þistilfirði. Hann bar af fullorðnu hrútunum í
hreppnum, enda hefur hann óaðfinnanlegt vaxtarlag
og ágæt hold. Næstur honum stóð Laxi á Þverá, frá
Jóni á Laxamýri, kostamikill og ágætlega vænn hrút-
ur. Sá þriðji var Fífill í Skriðu frá Litlu-Reykjum,