Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 266
258
BÚNAÐARRIT
firzkt að uppruna, en austan fljóts ættað úr Norður-
Þingeyjarsýslu. Þessir fjárstofnar eru gerólíkir að
flestu leyti. Norður-þingeyski stofninn er mun líkari
gamla suður-þingeyska fénu, enda nokkuð blandaður
því, heldur en vestfirzki stofninn. Allmikið er um
það deilt meðal bænda, hvor fjárstofninn sé betri,
en þó eru flestir ánægðir með þann stofninn, sero
þeir þurfa nú að búa við, og er það vel. Vestfirzka
féð er talið þolnara í fóðri og jafnbetra mjólkurfé
en fé var af gamla stofninum. Hins vegar eru
flestir þeirrar skoðunar, að vestíirzka féð sé ekki
eins frjósamt. Það er jafnframt öllum ljóst, sem nolck-
urt skynbragð bera á fjárrækt, að vestfirzka féð er í
heild verr vaxið, beinaberara og holdminna, þótt
ágætlega gerða einstaklinga sé að finna í þvi. Ull
þess er einnig mun grófari og illhæruskotnari en ull
gamla fjárins, og margir einstaklingar fara illa úr
ullu. Norður-þingeyska féð er aftur á móti ágætlega
frjósamt og stendur í þvi efni ekki að baki gamla
stofninum. Það er einnig miklu samstæðara og jafn
betur vaxið heldur en vestfirzki stofninn. Sumt af
norður-þingeyska fénu hefur lakari ull heldur en vest-
firzki stofninn. Einnig vantar alhnjög á, að norður-
J)ingeyski stofninn hafi yfirleitt jafngóð bak- og læra-
hold eins og gamli stofninn, sem feldur var við fjár-
skiptin. Nokkuð ber á baggakvið á kindum af hinum
nýja stofni, þótt sá galli sé sízt meira áberandi en í
gamla stofninum. Athugulir bændur telja, að mikið sé
af prýðilegum mjólkurám í norður-þingeyska stofn-
inum, og er vafamál, að Jtær gefi vestfirzkum ám
nokkuð eftir í því efni. Að vísu hafa margir bændur,
sem búa við vestfirzka féð, fengið dilka með meiri
fallþunga en algengt er hjá þeim, sem búa við norður-
þingeyska féð. Ég býst við, að væri gerður hlutlaus
samanburður á arðsemi þessara tveggja stofna, mundi
sá noður-Jnngeyski bera sigur af liólmi. Aðalatriði