Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 267
BÚNAÐARRIT
259
þessa máls er þó, að hver bóndi leggi sig fram um
að rækta upp fé, sem er í senn þolið, þrifagott, frjó-
samt, afurðamikið og afurðagott, þ. e. a. s. gefi vel
vaxna, holdgóða skrokka, sem flokkast vel, og mikla,
\ei hvíta, illhærulausa ull. Mikill áhugi er nú ríkjandi
hjá mörgum Þingeyingum að vinna að kynbótunum.
Munu fjárræktarfélögin áorka miklu í rétta átt, ef
þau eru stárfrækt af kostgæfni. Nokkrir einstaklingar
hafa þegar áorkað miklu i kynbótastarfinu síðan fjár-
skiptin fóru fram, þótl enginn hafi enn náð því marki
að koma upp samstæðu ræktuðu fé. í búi Jóns á
Laxamýri er hópur af metfés ám, sem bera með sér
einkenni ræktunar og afurðagetu. Ennfremur lief ég
séð margar ágætar ær í búi Péturs á Gautlöndum og
sona hans, einnig lijá Jónasi á Helluvaði og Vagni
í Hriflu. Að öllum líkindum munu margir fleiri þegar
liafa ræktað vísi að ágætum stofni, þótt mér sé ó-
kunnugt um það, því að ég hef ekki átt þess kost að
sjá ær, nema hjá fáum bændum í sýslunni. Ég vil
benda fjárræktarmönnum á að reyna að sam-
eina frjósemi, mjólkurlagni, vænleika, rétt vaxtarlag
og mikil hold með því að byggja úrvalið á afurða-
skýrslum l'járræktarfélaganna og einstakra bænda,
jafnframt því að vera strangir í vali kynbótafjárins
eftir vaxtarlagi þess og holdafari. Það þarf að forð-
ast að hafa féð baggakviðað og/eða liáfætt, en kapp-
kosta að fá það með stutta, svera, rétta fætur, gleitt
setta, með stuttan sveran þróttlegan haus, flentar
nasir, gleiða kjálka og skarpleg augu. Bolurinn þarf
að vera langur og sívalur, bakið beint, breitt, sterkt
og holdmikið. Bringan þarf að vera útlögumikil, eiuk-
um aftan við og milli bóga, og ná vel fram, a. m. k.
þverhönd fram fyrir bógleggi, rifin vel hvelfd, herða-
kamburinn ekki of liár og mikil holdfylling yfir herð-
ar og bóga, liálsinn sívalur og þyklcur aftur við bóg-
ana. Malirnar þurfa að vera vel holdfyiltar, langar,