Búnaðarrit - 01.01.1954, Blaðsíða 314
BÚNAÐARRIT
306
ekki brattar, en þó dálítið hallandi aftur. Lærvöðv-
arnir þurfa að vera miklir, þéttir og ná niður að
liæklum. Ullin þarf að vera þétt, þehnikil með stuttu,
fremur fínu, hrokknu togi. Forðast þarf, að ullin sé
rauðflekkótt, en slíkt fylgir oft dökkgulu andliti, eink-
um rauðgulum hnakka. Þótt margir Þingeyingar felli
sig bezt við, að fé sé gulleitt á haus og fótum, þá er
ástæðulaust að binda sig við það litareinkenni í fjár-
vali, því að oftast er ekkert samband á milli litarein-
kenna annars vegar og vænleika og vaxtarlags eða af-
urðagetu hins vegar.
Norður-Þingeyjarsýsla.
Þar voru sýndir 303 hrútar, 209 fullorðnir, er vógu
99,1 kg, og 95 veturgamlir, er vógu 80,5 kg að meðal-
tali, tafla 1. Aldrei fyrr hafa verið sýndir jafnvænir
hrútar í Norður-Þingeyjarsýslu. Hefur vænleiki þeirra
stöðugt farið vaxandi að undanförnu, einkum þó
siðasta áratuginn, þrátt fyrir öll harðindi, enda hefur
verið kappsamlega unnið að fjárræktinni þar, með
þeim árangri, að nú skipa Norður-Þingeyingar öndvegi
islenzkra fjárræktarmanna. Á sýningunum 1949 voru
lirútar í Norður-Þingeyjarsýslu í fyrsta sinn aðeins
vænni en í Suður-Þingeyjarsýslu. Það var i sjálfu sér
ekki óeðlilegt vegna þess, hve þá var skammt liðið frá
fjárskiptum og því hlutfallslega fleira af ungum hrút-
um í Suður-Þingeyjarsýslu. En síðan hefur dregið
sundur milli sýslnanna, og vega nú fullorðnu hrút-
arnir 3,2 kg meira og þeir veturgömlu 4,5 kg meira
að meðaltali í Norður-Þingeyjarsýslu en í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Sýningarnar voru nú ágætlega sóltar í
Keldunes- og Presthólahreppi, en nokkru lakara í
hinum hreppunum. Af sýndum hrútum hlutu 131
eða 43% í'yrstu verðlaun. Ónolhæfir voru 40 hrútar,
og sýnir það glöggt, að enn er hægt að kynbæta féð