Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 315
B Ú N A Ð A R R I T
307
mikið, þrátt fyrir það, sem ú hefur unnizt. Tafla B
sýnir þunga, mál og ætterni I. verðl. hrútanna í N,-
Þingeyjarsýslu.
Kelduneshreppur.
Þar voru sýndir næstum allir hrútar sveitarinnar,
86 að tölu. Af þeim hlutu 32 t'yrstu verðlaun, 28 full-
orðnir, sem vógu 99,7 kg að meðaltali, og 4 vetur-
gamlir, er vógu 80,3 kg að meðaltali. Ónothæfir voru
12 hrútar. Miðað við, hve skammt er liðið frá fjár-
skiptum, eru lirútar í Kelduhverfi óvenjulega jafnir
og miklum kostum búnir, enda fer þar saman, að
kappsamlega hefur verið unnið að kynbótunum, auk
þess sem Keldhverfingar voru svo heppnir við fjár-
skiplin að fá margt af lömbum, bæði hrútum og gimbr-
um, af hinu þrautræktaða Þistilfjarðarfé. Þetta hafa
Keldhverfingar kunnað að hagnýta sér og eiga nú marga
framúrskarandi vel gerða hrúta. Þessi stofn virðist
vera orðinn það kynfastur, að unnt sé að fá í Keldu-
hverfi svo tugum skiptir af úrvals hrútsefnum árlega.
í haust fengu t. d. um 80 veturgamlir hrútar ættaðir
þaðan I. verðlaun. Margir hrútar í Kelduliverfi bera
nú einkenni Holtsfjárins. Þeir eru lágfættir, sjá töflu
B, mjög þykkvaxnir og holdmiklir og ótrúlega þungir
miðað við útlit. Þetta fé reynist lika vel á blóðvelli
miðað við þunga á fæti. Margir þessir hrútar bera
langt af fleslum öðrum hrútum milli Skjálfandafljóts
og Jökulsár á Fjöllum að því leyti, að þeir hafa betur
holdfyllt læri og malir, sívalari brjóstkassa og þétt-
ari bakhold. Aftur á móti er bringa og bollengd í
styltra lagi á þeim sumum. Þótt fyrstu verðlauna
hrútarnir séu óvenju jafnir að gæðum, þá bera þó
nokkrir af. Bezti veturgamli hrúturinn er Roði Óla
á Hóli, sonur Ivols frá Undirvegg, sem nú er á Hóli. Kol-
ur þessi er framúrskarandi einstaklingur, sonur Spaks
á Undirvegg. Af tvævetlingunum voru beztir Hörður