Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 316
308
BÚNAÐARRIT
á Tóvegg Iieimaalinn, sonur Spaks frá Hóli, og Fifill
á Undirvegg, sonur Sóma á Hóli. Eftirtaldir hrútar
eru allir framúrskarandi einstaklingar: Prúður Óla
á Hóli, Fífill Sigurðar í Garði, sonur Smyrils á Grá-
síðu, og Spakur Kristjáns í Sultum, einnig sonur Smirils,
Sómi á Þórseyri, sonur Sóma á Hóli, og Svanur i
Nýjabæ, sonur Grettis gamla frá Holti í Þistilfirði.
Nú er nýstofnað fjárræktarfélag í Kelduneshreppi.
Með þeirri starfsemi gefst hinum áhugasömu þátt-
takendum tækifæri til þess að finna afurðamestu
einstaklingana. Þeim á því að takast enn betur en
hingað til að sameina í sömu einslaklingana milda
afurðagetu, úrvals vöxt, ákjósanlegt holdafar og
hreysti. Nú þcgar er svo mikið af velgerðu fé í Keldu-
hverfi, að framvegis ætti að vera unnl að fá nóg af
vel gerðum hrútsefnum undan farsælum og velgerð-
um afurðaám.
Axarfjaröarhreppur.
Þar voru sýndir 24 hrútar fullorðnir, er vógu 101,5
kg, og 17 veturgamlir, er vógu 74,9 kg að meðaltali.
Af þeirn hlutu 15 fyrstu verðlaun, en 8 voru taldir ónot-
hæfir. I Axarfirði hefur lengi verið dugmikið og vænt
íe, en grófbyggt og ekki nægilega vöðvafyllt. Enn ber
mikið á þessum einkennum. Nú voru þó sýndir þar
nokkrir hrútar óvenju vel gerðir. Má þaklta það að
nokkru leyti íblöndun við Holtsféð með sæðisflutning-
um. Spakur á Núpi og Börkur í Gilhaga eru t. d. báðir
synir Flóka í Holti. Þeir eru báðir framúrskarandi
jafnvaxnir, þéttir og holdmiklir. Spakur á Skinnastað
og Dvergur á Smjörhóli eru báðir prýðilega vænir og
vel gerðir hrútar. Af veturgömlu hrútunum bar Roði
i Klifshaga langt af. Eins og tafla B ber með sér hafa
I. verðl. hrútar í Axarfirði minna brjóstrými miðað
við þunga en I. verðl. hrútar í öðrum hreppum sýsl-
unnar. Engir hrútar komu á sýningu úr innhluta