Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 317
BÚNAÐARRIT
309
sveitarinnar. Má telja líklegt, að þar séu til eigi lak-
ari hrútar en þeir, sem sýndir voru. Fé í Axarfirði
er frjósamt og afurðamikið, en hefur yfirleitt of grófa
ull. Það þarf að kynbæta það með tilliti til bætts vaxt-
arlags og holdafars, en gæta þess jafnframt að frjó-
semi og afurðageta minnki ekki.
Fjallahreppur.
Þar voru sýndir 15 hrútar. Hlutu 8 þeirra fyrstu
verðlaun, sjá töflu 1 og töflu B. Margir hrútar á Hóls-
fjöllum eru framúrskarandi kindur og hafa óvenju-
lega góða ull. Hellir Benedikts i Grímstungu og Hring-
ur á Grundarhóli bera af. Einnig er Dálkur Kristjáns
á Grímsstöðum ágæt kind, en aðeins of háfættur.
Grettir Valdimars á Grímsstöðum er virkjaminni, en
þó ágætlega gerður.
Presthólahreppur.
Þar voru sýndir 83 hrútar, 58 fullorðnir, sem vógu
100.3 kg, og 25 velurgamlir, er vógu 78,6 kg að meðal-
tali. Aldrei fyrr hafa verið sýndir jafnvænir hrútar
í hreppnum. Fyrstu verðlaun hlutu 32 hrútar full-
orðnir, sem vógu 104 kg, og 4 veturgamlir, sem vógu
84.3 kg. Ónothæfir voru 12 lirútar. Bændur í Prest-
liólahreppi hafa unnið kappsamlega að kynbótum
fjárins siðasta áratuginn, bæði með því að vanda val
úr heimastofninum og með því að fá nýtt blóð í hann
einkum frá Holti i Þistilfirði. Nú eru t. d. 13 fyrstu
verðlauna hrútar í hreppnum synir Flóka i Holti og
Loka í Laxárdal, allir framleiddir með sæðisflutningi.
Á sýningu 1941 voru fullorðnu hrútarnir 6 kg léttari
og þeir veturgömlu 19 kg léttari að meðaltali en nú.
Ber slík framför ljósan vott um, hvaða gildi kynbóta-
starfsemin hefur. I Núpasveit voru heztu hrútarnir
Hnykill í Efri-Hólum, er vó 120 kg, og Sómi á Arnar-
hóli frá Núpi, sonur Flóka í Holti. Á Sléttu voru eftir-