Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 323
BÚNAÐARRIT
315
Þóvshafnarhreppur.
Þar voru sýndir 7 hrútar. Tveir þeirra hlutu fyrstu
verðlaun, Spakur og Prúður, sjú töflu B. Þeir voru
báðir prýðisvel gerðir.
Norður-Múlasýsla.
Sýningarnar voru yfirleitt vel sóttar og sumar ágæt-
lega. Alls voru sýndir í sýslunni 548 hrútar, 347 full-
orðnir, sem vógu 90,7 kg, og 201 veturgamlir, sem
vógu 74,4 kg. Fyrstu verðlaun hlutu 157 hrútar, en
84 voru dæmdir ónothæfir. Vænleiki hrútanna hefur
aukizt nolckuð síðan á síðustu sýningu. Nemur sá mun-
ur 2,4 kg á fullorðnu og 5,1 kg á veturgömlu hrútun-
um að meðaltali. En síðan 1937 hefur meðalþungi
fullorðnu hrútanna í sýslunni aukizt um 8 kg, en
þeirra veturgömlu um 10 kg. Slíkt er mikil framför,
en mun þó eiga eftir að aukast mikið á næsta áratug.
Þátttaka í sýningum hefur líka aukizt miðað við fjár-
tölu, sem gefur til kynna, að sú framför, sem kemur
i ljós á sýningarskýrslununum, hlýtur að vera raunhæf.
Tafla C sýnir þunga, mál, ætterni og eigendur allra
I. verðlauna hrúta í Norður-Múlasýslu.
Skeggjastaðahrcppur.
Sýndir voru 43 hrútar, 28 fullorðnir og 15 vetur-
gamlir. Af þeim hluLu 10 fyrstu verðlaun, 9 fullorðnir,
sem vógu 98,8 kg að meðaltali, og 1 veturgamall. Jafn-
beztu hrútarnir voru Hnoðri í Miðfjarðarnesi og Fífill
í Saurbæ, báðir synir Hnoðra frá Syðra-ÁIandi. Hnött-
ur í Miðfjarðarnesseli frá Syðra-Álandi er þéttur, fríð-
ur, faslholda og þolslegur. Spakur Jónasar í Miðfirði
er pýðilegur hrútur, en varla nógu hakbreiður. Hörð-
ur í Lindarbrekku er mjög lágfættur, þéttvaxinn og
vel byggður.