Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 324
,316
BÚNAÐARRIT
Vopnafjarðarhreppur.
Sýndir voru þar 108 hrútar, 63 fullorðnir, sem vógu
94,6 kg, og 45 veturgamlir, sem vógu 76,6 kg að meðal-
tali. Fyrstu verðlaun hlutu 38 hrútar eða 35%, 26
fullorðnir og 12 veturgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu að
meðaltali 101,8 kg, en þeir síðarnefndu 83,2 kg. Ónot-
hæfir voru 17 hrútar eða 15,7% af sýndum hrútuín.
Miklar framfarir hafa orðið i fjárrækt Vopnfirðinga
á síðari árum. Nú vógu hrútarnir, bæði veturgamlir
og eldri, rúmum 12 kg meira að meðaltali en 1937.
Er ég kom fyrst á sýningu í Vopnafirði 1941, voru
hrútarnir yfirleitt hörmulega lélegir, ekki aðeins létt-
ir, heldur voru margir þeirra með afbrigðum illa
vaxnir og holdþunnir. Þá hlutu aðeins 3,5% af sýnd-
um hrútum fyrstu verðlaun, en 40,3% fóru í úrkast.
Ymsar orsakir valda þessari framför. Mest hefur á-
unnizt með því, að Vopnfirðingar hafa lagt sig fram
um að læra að velja rétt hrútsefni, og mörgum þeirra
Iiefur telcizt það. Einnig hafa verið keyptir að nokkrir
hrútar til kynbóta með ágætum árangri, einkum af
hinu ræktaða fé í Þistilfirði og einnig af Jökuldal,
sjá töflu C. Bjartur á Burstafelli frá Holti er metfé.
Hann hefur ekki aðeins stóraukið afurðir fjárbúsins
þar, heldur einnig gjörbreytt fjárstofninum til batn-
aðar. Kubbur á Egilsstöðum frá Arnórsstöðum á
Jökuldal, sem ég taldi bezta hrútinn í Múlasýsluin
1950, heldur sér ágætlega, nú 7 vetra gamall. Sonur
han,s, Jökull Jörgens á Hellisfjörubökkum frá Arnórs-
stöðum er framúrskarandi einstaklingur, sem líkur eru
til að gefi föður sínum lítið eftir. Ég tel vist, að Sæmund-
ur á Egilsstöðum bæti fé sitt mikið með Kubb, enda þótt
hann sé talinn eiga manna bezt fé í Vopnafirði. Það
er gott fyrir Vopnfirðinga, að Kubbur skyldi flvtjast
þangað, en ég held, að það hefðu verið full not fyri
hann sunnan Smjörvatnsheiðar. Hnútur í Skógum
frá Holti er framúrskarandi kind, vó 110 kg og hafði