Búnaðarrit - 01.01.1954, Síða 325
BÚNAÐARRIT
317
117 cm brjóstummál. Norðri á Ljótsstöðum frá Syðra-
Álandi, sonur Roða, er smár, en ágætlega gerður. Prúð-
ur og Kóngur heimaaldir á Ljótsstöðum eru prýðilega
vænir og þolslegir einstaklingar. Sómi, Svanur og
Gylfi á Egilsstöðum, allir synir Harðar, eru prýðilegir
hrútar. Atli á Eyvindarstöðum er i senn þolslegur,
ágætlega vaxinn og holdgóður. Nú var fallinn fyrir
aldur fram Fífill Valdórs í Syðri-Vík frá Laxárdal í
Þistilfirði. Hann kom aldrei á sýningu, en ég sá hann
1950, og virtist mér liann einn af allra vænstu lirútum,
sem ég hef séð, og einnig vel gerður. Nii hlutu 8 synir
hans fyrstu verðlaun, allir prýðilega vænir og vel
gerðir, sjá töflu C. Þeir eru enn ungir og því eklti auð-
gert að segja um, hversu mikið kynbótagildi þeir hafa.
Jökuldalshreppur.
Þar voru sýndir 05 hrútar, 39 fullorðnir, sem vógu
að meðaltali 92,3 kg, og 26 veturgamlir, sem vógu 77,0
kg. Ljómi á Arnórsstöðum, sonur Kubbs, er metfé.
Hann er framúrskarandi jafnvaxinn, fastholda og fríð
kind. Nasi Alberts i Merki er einnig prýðilega vænn,
vel vaxinn, holdmikill og þolslegur. Hellir í Möðrudal
er vænn og dugnaðarlegur, en aðeins byrjaður að rýrna
fyrir aldurssakir. Kóngur Jóns í Möðrudal er framúr-
skarandi þolslegur og ber glögg einkenni gamla Möðru-
dalsfjárins, en hefur aðeins of rýra lærvöðva. Hann
liefur fremur þellitla ull og er dálítið rauður um háls-
inn. Freyr í Hofteigi er í senn dugnaðarlegur, værin
og prýðilega holdgóður, en hefur alltof rauðgula ull.
Gassi og Prúður á Hvanná eru prýðilegir einstaklingar,
sá síðarnefndi þó betri. Nonni Helga á G,rund frá
Arnórsstöðum er ágætlega fjárlegur og ber einkenni
ræktunar, en hefur aðeins of útlögulítinn brjóstkassa.
Fifill Jóhanns á Eiríksstöðum er metfé. Fé á Brú er
heldur í hnignun líklega vegna of mikillar skyldleika-
ræktar. Það var í senn þolið, holdgott og vænt.