Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 326
318
BÚNAÐARRIT
Á Jökuldal leggja bændur sig elcki nóg fram um að
velja hrútsefnin. Þar liefur lengi verið lil milcið af
ágætu fé, og á flestum sýningum eru þar nokkrir at-
gervis hrútar. Þess vegna er lítt skiljanlegt, að ætíð
eru sýndir þar nokkrir mjög lélegir einstaklingar.
Það er óafsakanlegt í sveitum, þar sem völ er á góðu
fé, að nota ár eftir ár bæði létta og illa gerða hrúta.
Hlíðarhreppur.
Þar var nú allvel sótt sýning, en tvær sýningar þar á
undan voru mjög illa sóttar. Hrútar þar eru yfirleitt
sæmilega vænir og sumir ágætlega, sjá löflu 1. Muggur
á Fossvöllum frá Laxárdal i Þistilfirði, sonur Ugga
þar, virðist ætla að reynast ágæt kynbótakind. Sjálfur
er hann ekki meira en meðal fyrstu verðlauna hrútur,
sjá töflu C. Á tveimur árum hafa verið seldir undan
honum margir lífhrútar. Fyrstu verðlaun hlutu nú
9 synir hans veturgamlir, sjá töflu C. Sumir þeirra
eru framúrskarandi einstaklingar. Af sonum hans í
Hlíðarhreppi var Sómi Ragnars á Hrafnabjörgum
beztur. Hann er óvenjulega vel vaxinn og holdmikill
og mjög þungur eftir stærð. Næstur honum var Foss
í Bakkagerði, sem var enn þyngri en Sómi, en hafði
lakara bak. Óefað er ærstol'n Ragnars á Fossvöllum
góður, þvi að ella væri óhugsandi, að svona margir
fyrstu verðlauna hrútar fengjust úr húi hans á einu
ári. Jökull á Fossvöllum, af gamla stofninum frá Aðal-
bóli, er ágætur, og að útliti tekur hann Mugg fram.
Heimir á Skriðufelli, sonur Brúars frá Brú, er metfé.
Hörður á Breiðumörk frá Hjarðarhaga og Ketilsstaða-
hrútarnir, Ketill heimaalinn og Holtaþór frá Holti, eru
allir ágætir. Það eru nú svo margir góðir hrútar 1
Jökulsárhlíð, að það ætti að vera vandalaust að koma
])ar upp ágætu fé, ef sjúkdómar hindra það ekki.