Búnaðarrit - 01.01.1954, Page 327
BÚNAÐARRIT
319
Hróarstunguhreppur.
Þar voru sýndir 40 hrútar, 23 fullorðnir, sem vógu
aðeins 84,5 kg að meðaltali, og voru þvi léttari en
lirútar í nokkrum öðrum hreppi i sýslunni, og 17
veturgamlir, sem vógu 76,7 kg. Aðeins 5 hrútar hlutu
fyrstu verðlaun, 1 fullorðinn og 4 veturgamlir, en 9
voru dæmdir óhæfir. Bezti hrúturinn var Prúður í
Hallfreðarstaðahjáleigu frá Fossvöllum, sonur Muggs.
Hann vó veturgamall 97 kg og var prýðilega jafnvax-
inn útlögumikill og holdgóður. Káll'ur á Litla-Bakka
lika frá Fossvöllum, sonur Muggs, var enn þyngri, sjá
töflu C, en hafði hærri lierðar og yfirleitt lakari vöxt.
Kubbur í Bót er framúrskarandi þéttvaxinn og vel
gerður.
Það mun hafa verið deyfð yfir fjárræktinni í Hró-
arstunguhreppi að uudanförnu, einkurn vegna fjár-
pestarinnar, sem j)ar hefur gengið yfir. Nú þegar von
er til þess að stöðva megi fjárdauða af völdum garna-
vcikinnar með bólusetningu, þurfa bæudur aftur að
herða sókn í fjárræktarstarfinu.
Fellahreppur.
Þar voru sýndir 44 fullorðnir hrútar og 17 vetur-
gamlir. Yfirleitt voru þeir l'remur rýrir. Þeir fullorðnu
voru að vísu nokkru vænni en í Hróarstungu, en þeir
veturgömlu aftur á móti 7 kg léttari að meðaltali.
Fyrstu verðlaun hlutu þó 11 hrútar, allir fullorðnir,
og vógu 96,5 kg að meðaltali, en 15 hlutu engin verð-
laun. Jafnbeztir voru þessir luitar: Bósi á Hafrafelli,
Ljómi og Hróar í Egilsseli og Flanni í Staffelli. Þessir
hrútar eru allir jiéttar og þolslegar kindur. Spakur og
Þokki i Ási eru einnig kostamiklir einstaklingar. Fella-
menn þurfa að herða sókn í fjárræktarstarfinu. Ég
er hræddur um, að sumir þeira hafi gengið feli lengra
en rétt er í skipulagslausri skyldleikarækt og á þann
hátt dregið úr vænleika og afurðum fjárins.